Sport

Dagskráin í dag: Íslenskar perlur og góðir gestir í Sportinu í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sportið í dag og Sportið í kvöld verða á sínum stað í dag.
Sportið í dag og Sportið í kvöld verða á sínum stað í dag. vísir/vilhelm

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Í Sportinu í kvöld munu þeir Hjörvar Hafliðason og Freyr Alexandersson mæta og fara yfir heimsmálin.

Stöð 2 Sport 2

Enski bikarinn er fyrirferðamikill fyrri part dagsins á Stöð 2 Sport 2. Þar á eftir fylgja útsendingar frá frábærum leikjum í gegnum tíðina úr efstu deild karla í fótbolta og í kvöld er það svo síðustu tveir leikirnir í úrslitaeinvígi KR og ÍR í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð.

Stöð 2 Sport 3

Það er hægt að sitja í sófanum frá morgni fram á kvöld og horfa á leiki úr íslenska körfuboltanum síðustu ár með því að hafa stillt á Stöð 2 Sport 3. Úrslitaeinvígi Hauka og Snæfells, Keflavík og Snæfells og Hauka og Vals verða sýnd þar í allan dag.

Stöð 2 eSport

Reykjavíkurleikarnir, Vodafone-deildin og landsleikir í eFótbolta má finna á rafíþróttarásinni í dag en þar er meðal annars sýnt frá leik stórveldanna KR og FH í League of Legends.

Stöð 2 Golf

Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Augusta-meistaramótinu frá því árið 2014 en mótið var æsispennandi. Einnig verður sýnt heimildarmynd um Players-meistaramótinu frá árinu 2009.

Allar útsendingar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×