Segir að handboltinn í Þrótti hafi ekki verið aflagður en það komi til greina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2020 11:46 Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla í vetur. mynd/facebook-síða þróttar Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57
Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00