Erlent

For­maður Sví­þjóðardemó­krata hand­tekinn og vísað frá Tyrk­landi

Kjartan Kjartansson skrifar
Jimmie Åkesson var á landamærum Tyrklands og Grikklands til að dreifa áróðri til sýrlenskra flóttamanna um að ekki væri pláss fyrir þá í Svíþjóð.
Jimmie Åkesson var á landamærum Tyrklands og Grikklands til að dreifa áróðri til sýrlenskra flóttamanna um að ekki væri pláss fyrir þá í Svíþjóð. Vísir/EPA

Tyrkneska lögreglan handtók Jimmie Åkesson, formann öfgahægriflokksins Svíþjóðardemókrata, fyrir að dreifa bæklingum á landamærum Tyrklands og Grikklands án leyfi. Honum hefur jafnframt verið vísað úr landi.

Aftonbladet hefur eftir tyrkneskum fjölmiðlum að Åkesson sé nú á leið með flugvél til Kastrup í Kaupmannahöfn og hann sé væntanlegur þar síðdegis. Åkesson hefur verið á ferð í Tyrklandi og dreift bæklingum sem er beint til sýrlenskra flóttamanna þar og fullyrða að Svíþjóð sé „full“. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir innflytjendum og flóttamönnum.

Åkesson var harðorður í garð tyrkneskra stjórnvalda eftir að hann var handtekinn. Sagði hann að Tyrkland væri land þar sem fólk væri handtekið og yfirheyrt fyrir að dreifa bæklingum sem ríkið hefði ekki veitt blessun sína fyrir.

Neyðarástand hefur ríkt á landamærum Grikklands og Tyrklands undanfarna daga eftir að Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ákvað að leyfa sýrlenskum flóttamönnum að reyna að komast yfir landamærin til Evrópu. Grísk stjórnvöld hafa brugðist við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum.


Tengdar fréttir

Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands

Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir.

Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum

Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×