Innlent

Sinntu eftir­liti á skemmti­stöðum vegna sam­komu­banns

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti eftirliti vegna samkomubanns á skemmtistöðum í gærkvöldi og nótt. Í tilkynningu segir að allir staðir sem farið var á hafi reynst lokaðir.

Í dagbók lögreglu segir einnig að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu á slysadeild vegna einstaklings sem var til vandræða á biðstofunni. Var einstaklingnum vísað út.

Einnig segir frá því að bíll hafi verið stöðvaður í hverfi 111 í Reykjavík en ökumaður bílsins reyndist sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×