Fjárhagslegu öryggi stúdenta best náð með rétti til atvinnuleysisbóta Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 20:47 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs HÍ. Stöð 2 Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ. Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ.
Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14