„Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2020 11:31 Andrea Magnúsdóttir á og rekur fataverslunina Andreu. Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira