Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 22:48 Fauci bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað fyrir heilbrigðisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Vísir/EPA Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42