Hluti leikmanna neitar að mæta til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 20:00 Sergio Agüero hefur látið hafa eftir að sér að leikmenn séu hræddir við að snúa aftur til keppni, og ógna þannig öryggi fjölskyldna sinna. VÍSIR/EPA Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Daily Mail sem fullyrðir að leikmennirnir hafi látið knattspyrnustjóra sína vita af alvarlegum áhyggjum sínum af því að eiga að mæta til æfinga strax. Vonir standa til að hægt verði að byrja keppni í úrvalsdeildinni að nýju í júní. Nokkur af félögunum í úrvalsdeildinni munu á næstu tveimur sólarhringum halda fjarfundi með leikmönnum til að útskýra fyrir þeim hvernig reynt verði að tryggja öryggi og heilsu þeirra á æfingum og í leikjum. Búast má við því að leikmennirnir láti í sér heyra á þessum fundum en á meðal leikmanna sem hafa lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja æfingar á næstunni eru Sergio Agüero, Manuel Lanzini og Danny Rose. Samkvæmt Sky Sports verða leikmenn að skrifa undir sérstaka yfirlýsingu um að þeir samþykki þær öryggisráðstafanir sem félögin ætla að grípa til í viðleitni til að draga úr smithættu, áður en þeir mæta á æfingar. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir það óumflýjanlegt að einhverjir leikmenn muni ekki treysta sér til að snúa aftur að svo stöddu. „Það er stærsta hindrunin. Leikmennirnir. Úrvalsdeildin þarf að fá leikmennina í lið með sér. Þetta verður mjög erfitt ef það eru margir leikmenn sem vilja ekki byrja að spila aftur. Meirihluta þeirra leikmanna sem ég hef rætt við vill hins vegar snúa aftur. Það verða alltaf 3-4 í hverju liði sem líst ekki á blikuna, og maður verður að sýna því virðingu. Öryggi leikmanna er mikilvægast af öllu, ekki peningarnir eða það hvaða lið fara upp eða niður,“ sagði Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00 Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Daily Mail sem fullyrðir að leikmennirnir hafi látið knattspyrnustjóra sína vita af alvarlegum áhyggjum sínum af því að eiga að mæta til æfinga strax. Vonir standa til að hægt verði að byrja keppni í úrvalsdeildinni að nýju í júní. Nokkur af félögunum í úrvalsdeildinni munu á næstu tveimur sólarhringum halda fjarfundi með leikmönnum til að útskýra fyrir þeim hvernig reynt verði að tryggja öryggi og heilsu þeirra á æfingum og í leikjum. Búast má við því að leikmennirnir láti í sér heyra á þessum fundum en á meðal leikmanna sem hafa lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja æfingar á næstunni eru Sergio Agüero, Manuel Lanzini og Danny Rose. Samkvæmt Sky Sports verða leikmenn að skrifa undir sérstaka yfirlýsingu um að þeir samþykki þær öryggisráðstafanir sem félögin ætla að grípa til í viðleitni til að draga úr smithættu, áður en þeir mæta á æfingar. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir það óumflýjanlegt að einhverjir leikmenn muni ekki treysta sér til að snúa aftur að svo stöddu. „Það er stærsta hindrunin. Leikmennirnir. Úrvalsdeildin þarf að fá leikmennina í lið með sér. Þetta verður mjög erfitt ef það eru margir leikmenn sem vilja ekki byrja að spila aftur. Meirihluta þeirra leikmanna sem ég hef rætt við vill hins vegar snúa aftur. Það verða alltaf 3-4 í hverju liði sem líst ekki á blikuna, og maður verður að sýna því virðingu. Öryggi leikmanna er mikilvægast af öllu, ekki peningarnir eða það hvaða lið fara upp eða niður,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00 Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00
Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30