Svona var blaðamannafundurinn um afléttingu ferðatakmarkana Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 14:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar í dag um afléttingu ferðatakmarkana. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hefst hann klukkan 15:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Bein útsending verður af fundinum hér á Vísi, Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing í boði hér að neðan fyrir þá sem geta ekki hlustað á það sem fram kemur á fundinum. Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða viðstödd fundinn og veita fjölmiðlum viðtöl. Ekki hefur verið gefið út hvað nákvæmlega muni felast í þeim tilslökunum á ferðatakmörkunum sem forsætisráðherra hyggst kynna á fundinum á eftir. Tillögur stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana, sem og breytingar á reglum um sóttkví, voru á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær vegna kórónuveirunnar að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar, þ.e. til 15. júní. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu yrði breytt áður en mánuðurinn er úti. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar í dag um afléttingu ferðatakmarkana. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hefst hann klukkan 15:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Bein útsending verður af fundinum hér á Vísi, Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing í boði hér að neðan fyrir þá sem geta ekki hlustað á það sem fram kemur á fundinum. Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða viðstödd fundinn og veita fjölmiðlum viðtöl. Ekki hefur verið gefið út hvað nákvæmlega muni felast í þeim tilslökunum á ferðatakmörkunum sem forsætisráðherra hyggst kynna á fundinum á eftir. Tillögur stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana, sem og breytingar á reglum um sóttkví, voru á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær vegna kórónuveirunnar að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar, þ.e. til 15. júní. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu yrði breytt áður en mánuðurinn er úti. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. 12. maí 2020 12:17 Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10
Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. 12. maí 2020 12:17
Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38