Komst í gegnum skoðun með bilaðan hemlunarbúnað tæpum þremur mánuðum fyrir slysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 09:08 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í apríl 2019. BRUNAVARNIR AUSTUR-HÚNVETNINGA Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja. Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja.
Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira