Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Sylvía Hall skrifar 9. maí 2020 12:05 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það rjúfa mikilvæga samstöðu ef fyrirtæki nýttu hlutastarfaleiðina ef ekki var þörf á því. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. Það hafi þó ekki hafa verið í samræmi við markmið laganna að fyrirtæki nýttu sér úrræðið ef ekki var þörf á því. „Hlutastarfaleiðin var úrræði stjórnvalda til að forða uppsögnum hjá fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli vegna Covid-19. Það var enginn munur gerður á litlum eða stórum fyrirtækjum, við vildum einfaldlega hvetja fyrirtæki til að viðhalda ráðningarsambandinu ef það gat verið valkostur að lækka starfshlutfall tímabundið,“ skrifar Bjarni í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Greiðslurnar hafi þannig farið til starfsfólks en ekki fyrirtækjanna. Fyrirtækin gátu ekki nýtt starfskrafta fólks nema að því marki sem þau greiddu sjálf laun. Það sé þó alvarlegt ef fyrirtæki hafi misnotað úrræðið. „Ef dæmi eru um að fyrirtæki sem ekki urðu fyrir tekjufalli eða dreifðu peningum út til eigenda sinna á sama tíma og þau nýttu úrræðið finnst mér alveg ljóst að það var ekki í samræmi við tilgang laganna. Við þurfum að finna þau tilvik með eftirliti, en þau eru örugglega undantekning,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekki lýsandi fyrir aðgerðirnar. „Slíkar undantekningar rjúfa mikilvæga samstöðu.“ Kæmi á óvart ef ekki mætti birta lista yfir fyrirtækin Bjarni segir persónuverndarlög skera úr um hvort heimilt sé að birta lista yfir þau fyrirtæki sem nýttu sér hlutastarfaleiðina og gerðu samninga um lægra starfshlutfall. Niðurstaða í því máli verði ljós á næstu dögum en það kæmi honum á óvart ef það væri óheimilt. „Það kæmi á óvart að ekki mætti birta nöfn fyrirtækja sem tóku þátt í þessari aðgerð. Ég heyri vangaveltur um að eitt kunni að eiga við stór fyrirtæki annað um lítil. Sjáum til. Hver sem niðurstaðan verður vil ég segja að í mínum huga snýst þetta einfaldlega um gagnsæi.“ Hann segir að þau fyrirtæki sem gerðu samninga um lægra starfshlutfall hafi breytt rétt með því að segja ekki upp fólki. Stjórnvöld hafi verið að biðja atvinnurekendur um að bíða og segja fólki ekki upp ef það væri möguleiki. „Ég sé þess vegna ekki hvers vegna þetta ætti að vera viðkvæmt mál frá sjónarhóli fyrirtækjanna. Það sem kann að hafa áhrif hér er almenningsálitið. Og því er aftur oft og tíðum stjórnað af fjölmiðlaumfjöllun,“ segir Bjarni. Hann vonar að úrræðið fái ekki á sig óorð vegna þeirra sem nýttu úrræðið að óþörfu. Þó umfjöllun snúi oft að þeim sem gerðu rangt séu mörg þúsund sem hafi notið góðs af úrræðinu og margar fjölskyldur hafi komist í skjól vegna þess. „Hlutastarfaleiðin hafði mikla þýðingu þegar mest þurfti á að halda: Á meðan við beittum ströngum úrræðum eins og samkomubanni sem olli lokun margra fyrirtækja og hruni í tekjum annarra sem reyndu að hafa opið,“ segir Bjarni og bætir við að hlutastarfaleiðin verði framlengd. Hún hafi heppnast vel og sé táknræn fyrir þá samstöðu sem sé nauðsynleg á tímum sem þessum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. Það hafi þó ekki hafa verið í samræmi við markmið laganna að fyrirtæki nýttu sér úrræðið ef ekki var þörf á því. „Hlutastarfaleiðin var úrræði stjórnvalda til að forða uppsögnum hjá fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli vegna Covid-19. Það var enginn munur gerður á litlum eða stórum fyrirtækjum, við vildum einfaldlega hvetja fyrirtæki til að viðhalda ráðningarsambandinu ef það gat verið valkostur að lækka starfshlutfall tímabundið,“ skrifar Bjarni í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Greiðslurnar hafi þannig farið til starfsfólks en ekki fyrirtækjanna. Fyrirtækin gátu ekki nýtt starfskrafta fólks nema að því marki sem þau greiddu sjálf laun. Það sé þó alvarlegt ef fyrirtæki hafi misnotað úrræðið. „Ef dæmi eru um að fyrirtæki sem ekki urðu fyrir tekjufalli eða dreifðu peningum út til eigenda sinna á sama tíma og þau nýttu úrræðið finnst mér alveg ljóst að það var ekki í samræmi við tilgang laganna. Við þurfum að finna þau tilvik með eftirliti, en þau eru örugglega undantekning,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekki lýsandi fyrir aðgerðirnar. „Slíkar undantekningar rjúfa mikilvæga samstöðu.“ Kæmi á óvart ef ekki mætti birta lista yfir fyrirtækin Bjarni segir persónuverndarlög skera úr um hvort heimilt sé að birta lista yfir þau fyrirtæki sem nýttu sér hlutastarfaleiðina og gerðu samninga um lægra starfshlutfall. Niðurstaða í því máli verði ljós á næstu dögum en það kæmi honum á óvart ef það væri óheimilt. „Það kæmi á óvart að ekki mætti birta nöfn fyrirtækja sem tóku þátt í þessari aðgerð. Ég heyri vangaveltur um að eitt kunni að eiga við stór fyrirtæki annað um lítil. Sjáum til. Hver sem niðurstaðan verður vil ég segja að í mínum huga snýst þetta einfaldlega um gagnsæi.“ Hann segir að þau fyrirtæki sem gerðu samninga um lægra starfshlutfall hafi breytt rétt með því að segja ekki upp fólki. Stjórnvöld hafi verið að biðja atvinnurekendur um að bíða og segja fólki ekki upp ef það væri möguleiki. „Ég sé þess vegna ekki hvers vegna þetta ætti að vera viðkvæmt mál frá sjónarhóli fyrirtækjanna. Það sem kann að hafa áhrif hér er almenningsálitið. Og því er aftur oft og tíðum stjórnað af fjölmiðlaumfjöllun,“ segir Bjarni. Hann vonar að úrræðið fái ekki á sig óorð vegna þeirra sem nýttu úrræðið að óþörfu. Þó umfjöllun snúi oft að þeim sem gerðu rangt séu mörg þúsund sem hafi notið góðs af úrræðinu og margar fjölskyldur hafi komist í skjól vegna þess. „Hlutastarfaleiðin hafði mikla þýðingu þegar mest þurfti á að halda: Á meðan við beittum ströngum úrræðum eins og samkomubanni sem olli lokun margra fyrirtækja og hruni í tekjum annarra sem reyndu að hafa opið,“ segir Bjarni og bætir við að hlutastarfaleiðin verði framlengd. Hún hafi heppnast vel og sé táknræn fyrir þá samstöðu sem sé nauðsynleg á tímum sem þessum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53