Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 13:52 Unga fólkið fyrir framan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í hádeginu. Að sjálfsögðu var tekin mynd við tilefnið. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, stendur lengst til hægri á myndinni. Vísir/Sigurjón Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. Barnaþing ályktar um fjölmörg mál, allt frá gæludýrahaldi, almenningssamgöngum og skólamálum til umhverfis- og alþjóðamála. Forsætisáðherra segir Barnaþingið komið til að vera og vonast til að Alþingi geti unnið úr niðurstöðum skýrslunnar. „Barnaþingið er náttúrulega straumhvörf og tímamót í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni eru samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mjög mikið fram að færa,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, við afhendingu niðurstaðanna. Ég brenn fyrir réttindum barna voru skilaboðin á svuntum sem ráðherrarnir skelltu sér í.Vísir/Sigurjón Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði niðurstöðunum og minnti á að flestir ráðherrana hefðu mætt á barnaþingið. „Mér fannst frábærast af þeirri lífsreynslu, þótt mér fyndist mjög gaman að hlusta á samráðherrana segja frá því þegar þeir voru börn - mér fannst það mjög gaman, en mér fannst best að sitja á borði og taka þátt í umræðum sem voru til dæmis mjög mikið um skólamál og umhverfismál,“ sagði Katrín fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Hún sagði ráðherrana myndu lesa skýrsluna, allir sem einn og barnaþingið væri komið til að vera. „Við munum núna hafa þetta sem reglulegan viðburð. Ég vonast líka til að geta tekið þessar niðurstöður í einhverja umræðu um málefni barna og niðurstöðu barnaþings. Það sem þið eruð að gera skiptir máli.“ Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna mun fylgja tillögum barnaþingsins eftir við stjórnvöld. Með þessu er börnum veitt tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið og stefnumótun stjórnvalda. Barnaþingið er því mikilvægur liður í því að veita sjónarmiðum barna farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. „Ég vil þakka barnaþingmönnum sérstaklega fyrir góða og virka þátttöku. Þeir hafa sýnt, svo um munar, fram á mikilvægi þess að börn séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðu. Barnaþingmenn unnu í sameiningu að því að finna nýjar leiðir og lausnir á fjölbreyttum viðfangsefnum með áherslu á samvinnu, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í fréttatilkynningu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira