Draumurinn um að fá enska landsliðið á Laugardalsvöllinn mögulega að deyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:00 Íslensku strákarnir fagna sigri þegar Ísland mætti Englandi síðast og sló þá Englendinga út úr sectán liða úrslitunum á EM í Frakklandi sumarið 2016. Getty/Marc Atkins Á næsta fjarfundi Knattspyrnusambands Evrópu með knattspyrnusamböndum álfunnar er ætlunin að ræða framtíð og útfærslu Þjóðadeildarinnar. Það er orðið mjög þröngt um leiki Þjóðadeildarinnar í haust eftir að öllum leikjum í undankeppni EM í mars var ýtt áfram vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Við það bætist að deildir og Evrópukeppnir félagsliða þurfa líka fleiri leikdaga. Í fyrstu heyrðust hugmyndir um að landsliðin þyrftu mögulega að spila þrjá leiki í hverri landsleikjatörn í stað tveggja en það myndir auka álagið gríðarlega á leikmenn. Álagið verður mikið en knattspyrnuyfirvöld þurfa hreinlega að velja og hafna í þessu erfiða ástandi. UEFA Nations League facing axe amid international fixture pile-up |@johncrossmirrorhttps://t.co/SOWAtSQbGM pic.twitter.com/0uPQ0q8fJV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 Hingað til hefur UEFA ekki verið að ræða Þjóðadeildina á sínum fundum enda þurfti sambandið að byrja á því að vinna úr meira áríðandi málum eins og útfærslu á Evrópumóti landsliða, landsdeildunum og Evrópukeppnunum. Nú er aftur á móti á áætlun að ræða um framtíð Þjóðadeildarinnar og hvort mögulega sé bara eina vitið að fresta henni eða flauta hana alveg af. Þetta var önnur Þjóðadeildin í röðinni og hún var sett á laggirnar á sínum tíma til að koma í staðinn fyrir vináttulandsleiki landsliðanna. Portúgal vann fyrstu keppnina sumarið 2019 og íslenska landsliðið hélt sæti sínu í A-deildinni eftir að fjölgað var um fjögur lið í henni. Íslenska landsliðið lenti í mjög flottum riðli í Þjóðadeildinni 2020-21 því í riðli Íslands í A-deildinni voru England, Danmörk og Belgía. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk var sérstaklega spennt fyrir enska landsliðinu en Þjóðadeildin átti einmitt að byrja á því að Englendingar mættu á Laugardalsvöllinn í byrjun september. Column: Uefa s next meeting: will they say goodbye to Nations League? Why transfer bets stand out, Ox s super Sky gesture, Parish praise & will TV companies have credit in bank? https://t.co/2LvVzp50kC— John Cross (@johncrossmirror) May 7, 2020 Það verður líklegra með hverjum deginum að draumurinn um að fá enska landsliðið á Laugardalsvöllinn sé mögulega að deyja á þessum fundi á mánudaginn. Það er nefnilega farið að stefna í það að Þjóðadeildin verði hreinlega flautuð af til að búa til nauðsynlegt pláss á leikjadagatalinu. Næsti fundur framkvæmdanefndar UEFA er 27. maí þar sem hún mun ræða meðal annars fyrirkomulagið á Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Það er búist við því að þar verði einnig tekin ákvörðun um undankeppni Evrópukeppna félagsliða á næstu leiktíð sem líklegast verða flautaðar af. Deildirnar í löndunum hafa til 25. maí til að tilkynna UEFA hvernig og hvort þau ætli að klára sínar deildir. Þá þurfa þau einnig að gera grein fyrir því hvernig liðin úr þeirra deildum tryggja sig inn í Evrópukeppnina á næstu leiktíð. Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Á næsta fjarfundi Knattspyrnusambands Evrópu með knattspyrnusamböndum álfunnar er ætlunin að ræða framtíð og útfærslu Þjóðadeildarinnar. Það er orðið mjög þröngt um leiki Þjóðadeildarinnar í haust eftir að öllum leikjum í undankeppni EM í mars var ýtt áfram vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Við það bætist að deildir og Evrópukeppnir félagsliða þurfa líka fleiri leikdaga. Í fyrstu heyrðust hugmyndir um að landsliðin þyrftu mögulega að spila þrjá leiki í hverri landsleikjatörn í stað tveggja en það myndir auka álagið gríðarlega á leikmenn. Álagið verður mikið en knattspyrnuyfirvöld þurfa hreinlega að velja og hafna í þessu erfiða ástandi. UEFA Nations League facing axe amid international fixture pile-up |@johncrossmirrorhttps://t.co/SOWAtSQbGM pic.twitter.com/0uPQ0q8fJV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 Hingað til hefur UEFA ekki verið að ræða Þjóðadeildina á sínum fundum enda þurfti sambandið að byrja á því að vinna úr meira áríðandi málum eins og útfærslu á Evrópumóti landsliða, landsdeildunum og Evrópukeppnunum. Nú er aftur á móti á áætlun að ræða um framtíð Þjóðadeildarinnar og hvort mögulega sé bara eina vitið að fresta henni eða flauta hana alveg af. Þetta var önnur Þjóðadeildin í röðinni og hún var sett á laggirnar á sínum tíma til að koma í staðinn fyrir vináttulandsleiki landsliðanna. Portúgal vann fyrstu keppnina sumarið 2019 og íslenska landsliðið hélt sæti sínu í A-deildinni eftir að fjölgað var um fjögur lið í henni. Íslenska landsliðið lenti í mjög flottum riðli í Þjóðadeildinni 2020-21 því í riðli Íslands í A-deildinni voru England, Danmörk og Belgía. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk var sérstaklega spennt fyrir enska landsliðinu en Þjóðadeildin átti einmitt að byrja á því að Englendingar mættu á Laugardalsvöllinn í byrjun september. Column: Uefa s next meeting: will they say goodbye to Nations League? Why transfer bets stand out, Ox s super Sky gesture, Parish praise & will TV companies have credit in bank? https://t.co/2LvVzp50kC— John Cross (@johncrossmirror) May 7, 2020 Það verður líklegra með hverjum deginum að draumurinn um að fá enska landsliðið á Laugardalsvöllinn sé mögulega að deyja á þessum fundi á mánudaginn. Það er nefnilega farið að stefna í það að Þjóðadeildin verði hreinlega flautuð af til að búa til nauðsynlegt pláss á leikjadagatalinu. Næsti fundur framkvæmdanefndar UEFA er 27. maí þar sem hún mun ræða meðal annars fyrirkomulagið á Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Það er búist við því að þar verði einnig tekin ákvörðun um undankeppni Evrópukeppna félagsliða á næstu leiktíð sem líklegast verða flautaðar af. Deildirnar í löndunum hafa til 25. maí til að tilkynna UEFA hvernig og hvort þau ætli að klára sínar deildir. Þá þurfa þau einnig að gera grein fyrir því hvernig liðin úr þeirra deildum tryggja sig inn í Evrópukeppnina á næstu leiktíð.
Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti