Innlent

Þau sóttu um starf for­stjóra Mat­væla­stofnunar

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalskrifstofa Matvælastofnunar er til húsa á Selfossi.
Aðalskrifstofa Matvælastofnunar er til húsa á Selfossi. Mast

Alls bárust átján umsóknir um starf forstjóra Matvælastofnunar, en umsóknarfrestur rann út þann 4. maí 2020.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, muni skipa nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Mun hún meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Nýr forstjóri mun taka við starfinu af Jóni Gíslasyni sem gegnt hefur starfi forstjóra Matvælastofnunar frá því hún var sett á laggirnar árið 2007.

Umsækjendur eru:

  • Björgvin Jóhannesson, markaðs- og fjármálastjóri
  • Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri
  • Egill Steingrímsson, yfirdýralæknir
  • Elsa Ingjaldsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri
  • Helga R. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður
  • Hildur Kristinsdóttir, gæðastjóri
  • Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
  • Dr. Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri
  • Dr. Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri
  • Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir
  • Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
  • Sigurður Eyberg Jóhannsson, verkefnisstjóri
  • Svavar Halldórsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og háskólakennari
  • Dr. Sveinn Margeirsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
  • Sverrir Sigurjónsson, lögmaður
  • Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
  • Viktor S. Pálsson, sviðsstjóri
  • Þorvaldur H. Þórðarson, sviðsstjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×