Viðskipti innlent

Sölu á Íslandsbanka slegið á frest

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm

Áformum ríkisins um að selja eignarhluti sína í bönkunum hefur verið frestað sökum efnahagsþrenginga af völdum faraldurs kórónuveiru. Vonast var til að söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka gæti hafist á þessu kjörtímabili en það telst ekki raunhæft eins og staðan er nú. RÚV greinir frá þessu í dag.

Íslenska ríkið fer í dag með allan eignarhlut Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent í Landsbankanum. Samkvæmt eigendastefnu ríkisins er stefnt að því að selja allan hlutinn í Íslandsbanka.

Gert hafði verið ráð fyrir að nýta hluta þess sem fengist fyrir söluna á hlutnum í Íslandsbanka til að fjármagna talsverðan hluta af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sáttmálinn hljóðar upp á rúmlega hundrað milljarða króna fjárfestingu næstu fimmtán árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×