Það sem allir nema svartsýnir stuðningsmenn Liverpool geta lýst yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 09:00 Margir stuðningsmenn Liverpool sem eru miklu eldri en þessi strákur hafa aldrei upplifað það að Liverpool verði enskur meistari. Getty/Simon Stacpoole Þrjátíu ár eru langur tími og á þessum þremur áratugum hefur útlitið oft verið bjart en í öll þau skipti hafa stuðningsmenn Liverpool þurft að sætta sig við enn ein vonbrigðin. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins góð og í dag. Liverpool er með þrettán stiga forskot á Leicester City, sem er í öðru sætinu, og Liverpool á einnig leik inni á bæði Leicester og Manchester City sem er fjórtán stigum á eftir Liverpool. Flest allir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina eru tilbúnir að lýsa því yfir að Liverpool sé orðið enskur meistari þótt að deildin sé bara rétt rúmlega hálfnuð. Það á ekki að vera hægt að klúðra þessu. Fyrir svartsýnu stuðningsmenn Liverpool þá hafa sárindin verið of mörg á síðustu árum til að þeir horfi rólegir á töflu deildarinnar. Það sem allir aðrir en sumir stuðningsmenn Liverpool geta lýst yfir er að „Liverpool sé orðið enskur meistari“ í fyrsta sinn síðan 1990. Breska ríkisútvarpið skoðaði aðeins stöðuna út frá sjónarhóli stuðningsmanna Liverpool eftir leikinn á Anfield í gær. Liverpool fans have been waiting a long time to win the Premier League and even with a 13-point gap at the top of the table, some still can't quite say "we are going to win it" out loud. More: https://t.co/7i5wgt3mR2#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/D6kLs5Tdjd— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2019 „Þetta er búið. Liverpool er búið að vinna titilinn,“ sagði Robbie Savage, fyrrum leikmaður Leicester City og sérfræðingur BBC, eftir 1-0 sigur Liverpool á Wolves í gær. Fyrrum varnarmaður Liverpool, Mark Lawrenson, er sammála: „Þeir missa þetta ekki frá sér úr þessu.“ Svartsýnu stuðningsmennirnir hafa aftur á móti ástæðu til að hafa smá áhyggjur þótt að þær þurfi ekki að vera miklar. Fræg mistök Steven Gerrard í leiknum á móti Chelsea tímabilið 2013-14 svíða ennþá þar sem hann rann á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea forystu á silfurfati. Þá sungu sumir stuðningsmenn Liverpool fyrir leik: „Við erum að verða meistarar“ en á endanum voru það liðsmenn Manchester City sem enduðu tveimur stigum ofar í töflunni. Liverpool átti einnig ótrúlegt tímabil í fyrra þar sem liðið tapaði aðeins einum deildarleik alla leiktíðina en varð að sætta sig við að enda einu stigi á eftir Manchester City. Liverpool endaði með 97 stig sem hefðu dugað til að verða enskur meistari á öllum öðrum tímabilum. Á síðustu ellefu tímabilum hefur liðið sem var á toppnum yfir jólin orðið enskur meistari með þremur undantekningum. Liverpool hefur þrisvar setið í efsta sæti á jóladegi en í öll skiptin hefur liðið klúðrað forystu sinni eftir áramót. 50 @premierleague games unbeaten at Anfield pic.twitter.com/ke4n9BgVyy— Liverpool FC (@LFC) December 29, 2019 Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool sé hræddir við að storka örlögunum og byrja að fagna of snemma. „Bara einn leikur í einu,“ hefur BBC eftir fertugum stuðningsmanni Liverpool sem heitir Jonny. „Við höfum ekki orðið enskir meistarar á minni ævi svo ég hef aldrei upplifað það. Ég get ekki beðið eftir þessum degi. Vonandi rennur hann upp á þessu tímabili,“ sagði hinn 27 ára gamli Reece, sem BBC hitti fyrir utan Anfield í gær. „Fólk er svartsýnt. Ég held að það sé enginn vafi á því að við erum með besta liðið. Ég er tilbúinn að segja það upphátt. Ég er bjartsýnn,“ sagði Reece. Hinn átta gamli Daniel er engum vafa um hvernig þetta endar: „Þetta er komið. Manchester City er búið að tapa of mörgum leikjum. Við unnum Leicester tvisvar sinnum og það er enginn lengur til að keppa við okkur um titilinn.“ Á tímabilinu í fyrra lenti Liverpool í mjög slæmum kafla eftir áramót og þá sérstaklega á heimavelli sínum. Á þeim vikum hafði meistaravonin vaknað en stuðningsmenn Liverpool voru mjög stressaðir á áhorfendapöllunum og það virtist smitast út í liðið. "You have to be very patient, you have to stay positive." @VirgilvDijk felt the Reds displayed the required maturity and patience in order to pick up an important three points...#LIVWOLhttps://t.co/Re1wlH8EOz— Liverpool FC (@LFC) December 29, 2019 Jürgen Klopp talaði um það eftir leikinn á móti Úlfunum í gær að þótt að stuðningsmenn Liverpool hafi haft ástæðu fyrir að vera stressaðir í leiknum þá voru þeir það ekki. „Ég held að stuðningsmenn okkar séu eins og liðið. Þeir hafa ekki áhuga á þessum tímapunkti. Þeir vilja ekki fagna núna,“ sagði Jürgen Klopp en næstu vikur og mánuðir mun hann og stuðningsmenn Liverpool ekki heyra annað en að Liverpool sé orðið meistari. Á sama tíma þarf liðið að safna stigum og sjá til þess að liðið klúðri ekki þessari frábæru stöðu. Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Þrjátíu ár eru langur tími og á þessum þremur áratugum hefur útlitið oft verið bjart en í öll þau skipti hafa stuðningsmenn Liverpool þurft að sætta sig við enn ein vonbrigðin. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins góð og í dag. Liverpool er með þrettán stiga forskot á Leicester City, sem er í öðru sætinu, og Liverpool á einnig leik inni á bæði Leicester og Manchester City sem er fjórtán stigum á eftir Liverpool. Flest allir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina eru tilbúnir að lýsa því yfir að Liverpool sé orðið enskur meistari þótt að deildin sé bara rétt rúmlega hálfnuð. Það á ekki að vera hægt að klúðra þessu. Fyrir svartsýnu stuðningsmenn Liverpool þá hafa sárindin verið of mörg á síðustu árum til að þeir horfi rólegir á töflu deildarinnar. Það sem allir aðrir en sumir stuðningsmenn Liverpool geta lýst yfir er að „Liverpool sé orðið enskur meistari“ í fyrsta sinn síðan 1990. Breska ríkisútvarpið skoðaði aðeins stöðuna út frá sjónarhóli stuðningsmanna Liverpool eftir leikinn á Anfield í gær. Liverpool fans have been waiting a long time to win the Premier League and even with a 13-point gap at the top of the table, some still can't quite say "we are going to win it" out loud. More: https://t.co/7i5wgt3mR2#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/D6kLs5Tdjd— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2019 „Þetta er búið. Liverpool er búið að vinna titilinn,“ sagði Robbie Savage, fyrrum leikmaður Leicester City og sérfræðingur BBC, eftir 1-0 sigur Liverpool á Wolves í gær. Fyrrum varnarmaður Liverpool, Mark Lawrenson, er sammála: „Þeir missa þetta ekki frá sér úr þessu.“ Svartsýnu stuðningsmennirnir hafa aftur á móti ástæðu til að hafa smá áhyggjur þótt að þær þurfi ekki að vera miklar. Fræg mistök Steven Gerrard í leiknum á móti Chelsea tímabilið 2013-14 svíða ennþá þar sem hann rann á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea forystu á silfurfati. Þá sungu sumir stuðningsmenn Liverpool fyrir leik: „Við erum að verða meistarar“ en á endanum voru það liðsmenn Manchester City sem enduðu tveimur stigum ofar í töflunni. Liverpool átti einnig ótrúlegt tímabil í fyrra þar sem liðið tapaði aðeins einum deildarleik alla leiktíðina en varð að sætta sig við að enda einu stigi á eftir Manchester City. Liverpool endaði með 97 stig sem hefðu dugað til að verða enskur meistari á öllum öðrum tímabilum. Á síðustu ellefu tímabilum hefur liðið sem var á toppnum yfir jólin orðið enskur meistari með þremur undantekningum. Liverpool hefur þrisvar setið í efsta sæti á jóladegi en í öll skiptin hefur liðið klúðrað forystu sinni eftir áramót. 50 @premierleague games unbeaten at Anfield pic.twitter.com/ke4n9BgVyy— Liverpool FC (@LFC) December 29, 2019 Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool sé hræddir við að storka örlögunum og byrja að fagna of snemma. „Bara einn leikur í einu,“ hefur BBC eftir fertugum stuðningsmanni Liverpool sem heitir Jonny. „Við höfum ekki orðið enskir meistarar á minni ævi svo ég hef aldrei upplifað það. Ég get ekki beðið eftir þessum degi. Vonandi rennur hann upp á þessu tímabili,“ sagði hinn 27 ára gamli Reece, sem BBC hitti fyrir utan Anfield í gær. „Fólk er svartsýnt. Ég held að það sé enginn vafi á því að við erum með besta liðið. Ég er tilbúinn að segja það upphátt. Ég er bjartsýnn,“ sagði Reece. Hinn átta gamli Daniel er engum vafa um hvernig þetta endar: „Þetta er komið. Manchester City er búið að tapa of mörgum leikjum. Við unnum Leicester tvisvar sinnum og það er enginn lengur til að keppa við okkur um titilinn.“ Á tímabilinu í fyrra lenti Liverpool í mjög slæmum kafla eftir áramót og þá sérstaklega á heimavelli sínum. Á þeim vikum hafði meistaravonin vaknað en stuðningsmenn Liverpool voru mjög stressaðir á áhorfendapöllunum og það virtist smitast út í liðið. "You have to be very patient, you have to stay positive." @VirgilvDijk felt the Reds displayed the required maturity and patience in order to pick up an important three points...#LIVWOLhttps://t.co/Re1wlH8EOz— Liverpool FC (@LFC) December 29, 2019 Jürgen Klopp talaði um það eftir leikinn á móti Úlfunum í gær að þótt að stuðningsmenn Liverpool hafi haft ástæðu fyrir að vera stressaðir í leiknum þá voru þeir það ekki. „Ég held að stuðningsmenn okkar séu eins og liðið. Þeir hafa ekki áhuga á þessum tímapunkti. Þeir vilja ekki fagna núna,“ sagði Jürgen Klopp en næstu vikur og mánuðir mun hann og stuðningsmenn Liverpool ekki heyra annað en að Liverpool sé orðið meistari. Á sama tíma þarf liðið að safna stigum og sjá til þess að liðið klúðri ekki þessari frábæru stöðu.
Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira