Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 14:22 Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, ætlar að klára Brexit fyrir 31. janúar. EPA/VICKIE FLORES Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira