Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 15:07 Aðeins fimm dagar eru síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel. Farvel Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að starfsemi Farvel hafi verið stöðvuð sem hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Heimasíðu Farvel hefur verið lokað en enn er Facebook-síðan opin þar sem fyrr í desember voru auglýstar lúxusferðir til Mexíkó og Balí. Engin tilkynning er á Facebook-síðunni um að starfsemin hafði verið stöðvuð. Hét áður Oríental Farvel hóf starfsemi í mars 2016 og var Viktor Heiðdal Sveinsson í forsvari fyrir nýja fyrirtækið. Það byggði á gömlum grunni ferðaþjónustufyrirtækisins Oríental sem Viktor stofnaði áratug fyrr. Farvel sérhæfði sig til að byrja með í pakkaferðum til Asíu. Viktor Heiðal hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Á vef Ferðamálastofu segir að Farvel hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna. Þá hafði Farvel ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. „Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi,“ segir á vef Ferðamálastofu. Tryggingafé Farvel dugar ekki til Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins,“ segir á vef Ferðamálastofu. Fólk er hvatt til að kanna samhliða rétt sinn hjá tryggingafélögum og kortafyrirtækjum. Ertu á ferðalagi með Farvel eða hafðirðu keypt ferð sem ekki verður farin? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að starfsemi Farvel hafi verið stöðvuð sem hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Heimasíðu Farvel hefur verið lokað en enn er Facebook-síðan opin þar sem fyrr í desember voru auglýstar lúxusferðir til Mexíkó og Balí. Engin tilkynning er á Facebook-síðunni um að starfsemin hafði verið stöðvuð. Hét áður Oríental Farvel hóf starfsemi í mars 2016 og var Viktor Heiðdal Sveinsson í forsvari fyrir nýja fyrirtækið. Það byggði á gömlum grunni ferðaþjónustufyrirtækisins Oríental sem Viktor stofnaði áratug fyrr. Farvel sérhæfði sig til að byrja með í pakkaferðum til Asíu. Viktor Heiðal hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Á vef Ferðamálastofu segir að Farvel hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna. Þá hafði Farvel ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. „Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi,“ segir á vef Ferðamálastofu. Tryggingafé Farvel dugar ekki til Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins,“ segir á vef Ferðamálastofu. Fólk er hvatt til að kanna samhliða rétt sinn hjá tryggingafélögum og kortafyrirtækjum. Ertu á ferðalagi með Farvel eða hafðirðu keypt ferð sem ekki verður farin? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira