Ver náðun dæmds barnaníðings með því að meyjarhaft níu ára stúlku sé enn órofið Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 15:10 Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky. EPA/TANNEN MAURY Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun. Bandaríkin Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sjá meira
Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun.
Bandaríkin Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sjá meira