Segja Færeyjar orðnar óvæntustu vígstöðvar deilna Bandaríkjanna og Kína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2019 20:00 Frá Þórshöfn í Færeyjum. EPA/GEORGIOS KEFALAS Bandaríska blaðið New York Times segir að Færeyjar séu orðnar nýjustu vígstöðvarnar í köldu stríði sem nú geisar á milli Bandaríkjanna og Kína vegna tæknimála. Í stórri grein fjallar blaðið ítarlega um mál sem nýverið kom upp í Færeyjum og tengist uppbyggingu á 5G-samskiptaferi landsins.Málið má rekja til þess að ríkisstjórn Færeyja fékk fyrr í mánuðinum lögbann á fréttaflutning upp úr upptöku þar sem heyra mátti Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Skemmst er að minnast þess þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hvatti Íslendinga eindregið til að hafna Huawei, er hann kom hingað til lands fyrr á árinu.Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Óttast möguleg áhrif á útflutning á laxi til Kína Í frétt New York Times er meðal annars rætt við Sjúrð Skale, einn af þingmönnum Færeyinga á danska þinginu.„Það að kínverska og bandaríska sendiráðið séu að rífast yfir þessu af jafn miklum krafti sýnir að það er eitthvað sem býr að baki. Þetta snýst eitthvað annað en bara einhver viðskipti,“ sagði Sjúrður í samtali við New York Times.Í greininni segir að deilurnar um hvort Huawei fái að byggja upp 5G-samskiptakerfi í Færeyjum, þar sem um 50 þúsund íbúar búa, sýnir að ekkert landsvæði sé of lítið til þess að verða miðpunkturinn í tæknideilu Bandaríkjanna og Kína.Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku hefur blandað sér í deiluna en í skoðanagrein sem birtist í Bornholms Tidende á dögunum varaði hún við því að ef Huawei fengi að byggja upp kerfið í Færeyjum myndi það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.Í greininni kemur fram að áhyggjur Færeyinga af málinu snúist frekar um laxa en hversu hraðar nettengingar munu bjóðast með 5G-kerfinu. Þannig sé sjö prósent af laxaframleiðslu Færeyinga seld til Kína á ársgrundvelli. Í greininni segir að ef samskipti við Kínverja skaðist vegna málsins geti það haft slæmt áhrif á útflutning á laxaútflutninginn.Lesa má hina ítarlegu grein New York Times um málið hér. Bandaríkin Fjarskipti Færeyjar Huawei Kína Tengdar fréttir Meintar hótanir Kína gagnvart Færeyjum valda usla Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. 12. desember 2019 08:47 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Segir Bandaríkjamenn reyna að spilla samskiptum Íslands og Kína Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. 5. september 2019 20:00 Norðmenn ætla ekki að úthýsa Huawei Yfirvöld Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Noreg, og fjölda annarra ríkja eins og Ísland, að úthýsa Huawei. 26. september 2019 11:24 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríska blaðið New York Times segir að Færeyjar séu orðnar nýjustu vígstöðvarnar í köldu stríði sem nú geisar á milli Bandaríkjanna og Kína vegna tæknimála. Í stórri grein fjallar blaðið ítarlega um mál sem nýverið kom upp í Færeyjum og tengist uppbyggingu á 5G-samskiptaferi landsins.Málið má rekja til þess að ríkisstjórn Færeyja fékk fyrr í mánuðinum lögbann á fréttaflutning upp úr upptöku þar sem heyra mátti Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Skemmst er að minnast þess þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hvatti Íslendinga eindregið til að hafna Huawei, er hann kom hingað til lands fyrr á árinu.Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Óttast möguleg áhrif á útflutning á laxi til Kína Í frétt New York Times er meðal annars rætt við Sjúrð Skale, einn af þingmönnum Færeyinga á danska þinginu.„Það að kínverska og bandaríska sendiráðið séu að rífast yfir þessu af jafn miklum krafti sýnir að það er eitthvað sem býr að baki. Þetta snýst eitthvað annað en bara einhver viðskipti,“ sagði Sjúrður í samtali við New York Times.Í greininni segir að deilurnar um hvort Huawei fái að byggja upp 5G-samskiptakerfi í Færeyjum, þar sem um 50 þúsund íbúar búa, sýnir að ekkert landsvæði sé of lítið til þess að verða miðpunkturinn í tæknideilu Bandaríkjanna og Kína.Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku hefur blandað sér í deiluna en í skoðanagrein sem birtist í Bornholms Tidende á dögunum varaði hún við því að ef Huawei fengi að byggja upp kerfið í Færeyjum myndi það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.Í greininni kemur fram að áhyggjur Færeyinga af málinu snúist frekar um laxa en hversu hraðar nettengingar munu bjóðast með 5G-kerfinu. Þannig sé sjö prósent af laxaframleiðslu Færeyinga seld til Kína á ársgrundvelli. Í greininni segir að ef samskipti við Kínverja skaðist vegna málsins geti það haft slæmt áhrif á útflutning á laxaútflutninginn.Lesa má hina ítarlegu grein New York Times um málið hér.
Bandaríkin Fjarskipti Færeyjar Huawei Kína Tengdar fréttir Meintar hótanir Kína gagnvart Færeyjum valda usla Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. 12. desember 2019 08:47 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Segir Bandaríkjamenn reyna að spilla samskiptum Íslands og Kína Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. 5. september 2019 20:00 Norðmenn ætla ekki að úthýsa Huawei Yfirvöld Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Noreg, og fjölda annarra ríkja eins og Ísland, að úthýsa Huawei. 26. september 2019 11:24 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Meintar hótanir Kína gagnvart Færeyjum valda usla Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. 12. desember 2019 08:47
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Segir Bandaríkjamenn reyna að spilla samskiptum Íslands og Kína Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. 5. september 2019 20:00
Norðmenn ætla ekki að úthýsa Huawei Yfirvöld Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Noreg, og fjölda annarra ríkja eins og Ísland, að úthýsa Huawei. 26. september 2019 11:24