Fótbolti

Ajax skoraði sex og jók for­skotið í þrjú stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Ajax fagna í dag.
Leikmenn Ajax fagna í dag. vísir/getty

Ajax er með þriggja stiga forskot á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar er hún fer í jólafrí eftir 6-1 sigur á ADO Den Haag í dag.

Leikmenn Ajax voru staðráðnir í að nýta sér það að keppinautar þeirra í toppbaráttunni í gær, AZ Alkmaar, hafi tapað stigum.

Staðan var orðinn 4-0 eftir 39 mínútur. Hakim Ziyech, Donny van de Beek, Jurgen Ekkelenkamp og Ryan Gravenberhc skoruðu eitt mark hver.







Dusan Tadic bætti við fimmta markinu á 49. mínútu og stundarfjórðungi síðar skoraði Lassina Franck Traore sjötta og síðasta mark Ajax.

Gestirnir minnkuðu muninn úr vítaspyrna í uppbótartíma og lokatölur því 6-1.

Þetta var síðasti leikur Ajax í hollensku deildinni fyrir frí en deildin fer aftur af stað helgina 17. til 19. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×