Jólakveðja Arnar Sveinn Geirsson skrifar 22. desember 2019 13:35 Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Jól Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar