Jólakveðja Arnar Sveinn Geirsson skrifar 22. desember 2019 13:35 Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Jól Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Pistlahöfundur ársins. Þetta gleður mig mikið og fyrir því eru nokkrar ástæður sem mig langar að fara yfir í stuttu máli. Í fyrsta lagi stendur þetta mér mjög nærri og hafa þessi skrif mín hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Þegar ég lendi á hraðahindrun sem virðist í fyrstu ætla að stöðva mig alveg finnst mér ofboðslega gott að setjast niður og skrifa það sem ég er að hugsa. Skrifa það sem ég finn. Skrifa það sem ég held að sé að gerast innra með mér. Þannig fæ ég skýrari mynd af því sem er að gerast og það gerir mér kleift að sjá hvernig ég held ferðalaginu áfram án þess að þessi hindrun stöðvi mig alveg. Stundum getur það verið mjög krefjandi, en því oftar sem ég geri þetta, því meira sem ég æfi mig, því sjaldnar hægir hindrunin mikið á mér. Það er nefnilega þannig með þessa hluti, alveg eins og alla aðra, að æfingin - og enn frekar aukaæfingin - skapar meistarann. Þetta virkar fyrir mig og gæti virkað fyrir einhverja aðra, en alls ekki alla. Hver og einn þarf að finna sína leið til þess að koma sér yfir hraðahindranirnar í sínu lífi. Hver og einn þarf svo að æfa sig til þess að verða betri, til þess að yfirstíga hindranir sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Hver og einn þarf svo að halda sér í æfingu með því að hræðast ekki hindranirnar, fara ekki af leiðinni þegar þær mæta manni heldur fara óhræddur yfir þær. Í öðru lagi gleður þetta mig af því að það hafa svo margir talað við mig, sagt mér að pistlarnir hafi komið þeim af stað í sínu ferðalagi og ég get ekki ímyndað mér betri skilaboð að fá. Að vita að einhver sem var stefnulaus í sínu ferðalagi sé búinn að finna leiðina sína. Sé búinn að samþykkja að ferðalagið hættir aldrei og að það tekur mann á alls konar staði. Staði sem valda vanlíðan en enn fleiri staði sem gleðja og ylja. Að tilfinningarnar okkar séu ekki góðar eða vondar, heldur að þær séu bara. Sumar láta okkur líða illa á meðan aðrar láta okkur líða vel. Að engin tilfinning vari að eilífu, hvort sem hún er erfið eða einmitt þvert á móti. Að tilfinningarnar okkar séu eins og öldur, og að aldan fer að lokum alltaf yfir. Að okkur má öllum líða, hvernig sem er. Í þriðja lagi gleður þetta mig af því að ég held að þetta skipti máli. Ég held, út frá minni reynslu, að við þurfum að fara að tala meira saman. Tala um erfiðu hlutina. Tala um óþægilegu hlutina. Tala um það hvernig okkur líður. Vera óhrædd við að líða illa, af því það er partur af þessu, en vita að við komumst á betri stað. Ef við finnum okkar leið. Okkar leið til þess að fara yfir hraðahindranirnar sem verða á vegi okkar. Halda áfram að heimsækja nýja staði á þessu frábæra ferðalagi sem lífið er. Muna að við ein ráðum hvernig við bregðumst við hinum ýmsu aðstæðum sem upp koma í lífi okkar. Að við ein stjórnum því - en stjórnum einmitt litlu öðru. Að það er í okkar vald sett hvernig lífi á endanum við lifum, sama hvaða hindrunum við mætum. Að lokum gleður það mig óstjórnlega mikið að allt þetta fólk hafi gefið sér tíma til að lesa pistlana mína og að mamma hafi fengið afmæliskveðju sem varð að lokum mest lesni pistillinn árið 2019, og þar af leiðandi mest lesna afmæliskveðja ársins 2019. Verum góð við hvort annað. Njótum hátíðanna í faðmi þeirra sem við elskum. Minnum okkur á hvað það er mikilvægt að njóta dagsins í dag. Leyfum okkur að minnast og sakna þeirra sem eru ekki með okkur. En munum hvað við erum heppin. Heppin að fá að sakna. Heppin að minnast einhvers með gleði í hjarta.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun