Fótbolti

Þrír bestu knatt­spyrnu­menn Afríku koma úr ensku úr­vals­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane, Mahrez og Salah eru tilnfendir.
Mane, Mahrez og Salah eru tilnfendir. vísir/getty/samsett

Knattspyrnusamband Afríku hefur tilkynnt hvaða þrír leikmenn koma til greina sem besti afríski fótboltamaðurinn á árinu 2019.

Liverpool tvíeykið, Sadio Mane og Mohamed Salah, eru á listanum sem og Englandsmeistarinn Riyad Mahrez.

Mane og Salah spiluðu stóran þátt í að hjálpa Liverpool að verða Evrópumeistari og Mahrez var fyrirliði Alsír sem vann gull á Afríkukeppninni í sumar auk þess að verða Englandsmeistari.







Þrjá bestu hjá konunum spila í Noregi, Kína og Spáni. Ajara Nchout spilar með norska liðinu Valerenga og Kamerún, Asisas Oshoala með Nígeríu og Barelona og Thembi Kgatlana er frá Suður-Afríku og spilar með Beijing Phoenix FC.

Allar tilnefningarnar fyrir verðlaunahátíðina sem fer fram 7. janúar má sjá á heimasíðu BBC en Mo Salah á titil að verja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×