Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 15:07 Ekki hafa fundist sambærileg skilaboð í öðrum kortum en Tesco hefur ákveðið að stöðva framleiðslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu. Bretland Kína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu.
Bretland Kína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira