Viðskipti innlent

Leiguverð lækkar milli mánaða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem það mælist lækkun milli mánaða en í október lækkaði leiguverð um 0,3 prósent frá því sem var í september.
Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem það mælist lækkun milli mánaða en í október lækkaði leiguverð um 0,3 prósent frá því sem var í september. vísir/vilhelm

Leiguverð hefur lækkað milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu í tvo mánuði í röð en bæði leigu- og íbúðaverð þróast nú með afar rólegum hætti að því er segir í nýrri hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í dag.

Þar segir að samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 0,2 prósent milli október og nóvember. Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem það mælist lækkun milli mánaða en í október lækkaði leiguverð um 0,3 prósent frá því sem var í september.

Þá var árshækkun leiguverðs í nóvember 2,0 prósent og hefur ekki mælst lægri síðan í júlí 2015.

„Til samanburðar mældist 12 mánaða hækkun íbúðaverðs í fjölbýli 2,6% í sama mánuði en íbúðaverð hafði einnig lækkað í nóvember. Það má því segja að bæði íbúðaverð og leiguverð þróist með afar rólegum hætti um þessar mundir,“ segir í hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×