Innlent

Leitinni við Dyrhólaey lokið í bili

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Rima er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey.
Rima er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Aðsend

Björgunarsveitin Víkverji sem leitað hefur að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur við Dyrhólaey hefur lokið leit í bili. Lítið skyggni og veðurskilyrði hafa torveldað leitaraðgerðir.

Rimu hefur verið saknað síðan klukkan sjö á föstudagskvöld en hún er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Björgunarsveitin Víkverji hefur leitað að henni síðustu þrjá sólarhringa.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við Vísi að ákvörðun um frekari leitaraðgerðir verði tekin síðar í dag.

„Við verðum bara að taka stöðuna á eftir, varðandi næstu daga,“ segir Sveinn Kristján. Hann segir veðurspá morgundagsins ekki góða ef litið er til leitarskilyrða. Mögulega sé vert að líta til laugardagsins.

„Það er góð spá fyrir laugardaginn og gott skyggni,“ segir Sveinn, en ekkert liggur fyrir um næstu skref leitaraðgerða að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Á­fram leitað að Rima Grun­skyté

Björgunarsveitin Víkverji hóf að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur fyrir um klukkustund og taka tólf manns þaðan þátt í leitinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×