Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 10:54 Starlink-gervitungl SpaceX skilja eftir sig langar bjartar rákir á næturhimninum á þessari mynd sem tekin var í Ungverjalandi í nóvember. Vísir/EPA Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu. Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu.
Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00