Tvískinnungur barnaverndarnefnda Sævar Þór Jónsson skrifar 28. desember 2019 07:00 Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Fjölskyldumál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun