Fótbolti

Fiorentina býður í Sverri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir er á óskalista Fiorentina.
Sverrir er á óskalista Fiorentina. vísir/getty

Fiorentina hefur gert Grikklandsmeisturum PAOK tilboð í Sverri Inga Ingason.

Íslendingavaktin greinir frá og vitnar í gríska fjölmiðilinn To10.gr.

Samkvæmt honum hljóðaði tilboð Fiorentina upp á 4,5 milljónir evra. Talið er að ítalska félagið þurfi að hækka það talsvert til að PAOK sé tilbúið að selja Sverri.

Fyrr í vikunni staðfesti njósnari Fiorentina, Fabrizio Bertucci, að félagið væri með Sverri í sigtinu.

Íslenski landsliðsmaðurinn gekk í raðir PAOK í byrjun þessa árs. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við PAOK. Í honum er riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra.

Sverrir hefur leikið afar vel með PAOK upp á síðkastið. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu tíu leikjum PAOK og skorað fjögur mörk. Tvö þeirra komu í 5-1 sigri á Atromitos á Þorláksmessu.

PAOK er með tveggja stiga forskot á toppi grísku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Sverrir skoraði er PAOK fór á toppinn

Sverrir Ingi Ingason hélt áfram frábæru formi sínu með gríska liðinu PAOK í kvöld. Hann var á markaskónum þegar PAOK hafði betur gegn Atromitos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×