Skotárás í kirkju í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2019 22:51 Öryggisvörður í kirkjunni er sagður vera meðal þeirra sem urðu fyrir skoti. Vísir/AP Tvö létust og einn særðist lífshættulega í skotárás í kirkju í Fort Worth í Texas-ríki í Bandaríkjunum í dag. Í frétt Guardian um málið segir að þrír einstaklingar, allt karlmenn, hafi orðið fyrir skotum, og tveir þeirra hafi látist. Sá þriðji var færður á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Ástæður að baki skotárásinni liggja ekki fyrir, samkvæmt yfirvöldum í Fort Worth. Þá hefur New York Times eftir eldri hjónum sem urðu vitni að árásinni að einn hinna látnu sé öryggisvörður sem reyndi að bregðast við árásinni. „Hann reyndi að gera það sem þurfti til þess að vernda okkur hin,“ hefur NYT eftir Mike Tinius, sem segir öryggisvörðinn hafa verið góðan vin sinn. „Það er algerlega hræðilegt að sjá einhvern fremja ofbeldisverk,“ bætti hann við og sagðist ekki hafa þekkt til árásarmannsins né þekkja ástæðurnar að baki árásinni. Þá telja viðbragðsaðilar í Fort Worth að einn þeirra þriggja sem voru skotnir hafi verið árásarmaðurinn sjálfur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bað íbúa ríkisins að biðja fyrir fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra, í tísti sem hann gaf út í kjölfar árásanna. „Tilbeiðslustaðir eiga að vera heilagir, og ég er þakklátur þeim safnaðarmeðlimum sem brugðust skjótt við og tóku árásarmanninn niður og forðuðu þannig frekara mannfalli.“ Statement on shooting at West Freeway Church of Christ in White Settlement: pic.twitter.com/Crrrvavvs6— Gov. Greg Abbott (@GovAbbott) December 29, 2019 Rúmlega tvö ár eru síðan önnur skotárás átti sér stað í kirkju í Texas, en í nóvember 2017 skaut Devin Patrick Kelley á þriðja tug kirkjugesta til bana í Sutherland Springs áður en hann framdi sjálfsvíg. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Tvö létust og einn særðist lífshættulega í skotárás í kirkju í Fort Worth í Texas-ríki í Bandaríkjunum í dag. Í frétt Guardian um málið segir að þrír einstaklingar, allt karlmenn, hafi orðið fyrir skotum, og tveir þeirra hafi látist. Sá þriðji var færður á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Ástæður að baki skotárásinni liggja ekki fyrir, samkvæmt yfirvöldum í Fort Worth. Þá hefur New York Times eftir eldri hjónum sem urðu vitni að árásinni að einn hinna látnu sé öryggisvörður sem reyndi að bregðast við árásinni. „Hann reyndi að gera það sem þurfti til þess að vernda okkur hin,“ hefur NYT eftir Mike Tinius, sem segir öryggisvörðinn hafa verið góðan vin sinn. „Það er algerlega hræðilegt að sjá einhvern fremja ofbeldisverk,“ bætti hann við og sagðist ekki hafa þekkt til árásarmannsins né þekkja ástæðurnar að baki árásinni. Þá telja viðbragðsaðilar í Fort Worth að einn þeirra þriggja sem voru skotnir hafi verið árásarmaðurinn sjálfur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bað íbúa ríkisins að biðja fyrir fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra, í tísti sem hann gaf út í kjölfar árásanna. „Tilbeiðslustaðir eiga að vera heilagir, og ég er þakklátur þeim safnaðarmeðlimum sem brugðust skjótt við og tóku árásarmanninn niður og forðuðu þannig frekara mannfalli.“ Statement on shooting at West Freeway Church of Christ in White Settlement: pic.twitter.com/Crrrvavvs6— Gov. Greg Abbott (@GovAbbott) December 29, 2019 Rúmlega tvö ár eru síðan önnur skotárás átti sér stað í kirkju í Texas, en í nóvember 2017 skaut Devin Patrick Kelley á þriðja tug kirkjugesta til bana í Sutherland Springs áður en hann framdi sjálfsvíg.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira