Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 00:26 Simon Coveney (t.h.) er ekki par sáttur með fullyrðingar Boris Johnson (t.v.) í sambandi við áhrif Brexit á viðskipti við Norður-Írland. getty/ Jack Taylor Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Fleiri fréttir Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Sjá meira
Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Fleiri fréttir Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Sjá meira
Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03
Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00
Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04