Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2019 12:15 Íbúar á Hvammstanga hafa brugðist við rafmagnsleysinu með því að kveikja á kertum. Sigvald Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. Tryggi Þór fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Íbúar á þessum landsvæðum hafa verið án rafmagns að stórum hluta á meðan aðrir landshlutar hafa sloppið mun betur. „Það fór rafmagn af öllu Austurlandi og það gengur illa að koma því alveg á. Það er verið að vinna í því að byggja það upp með varaaflsvélum og vatnsaflsvirkjunum sem eru á svæðinu. Við teljum að það eigi að vera hægt að ná öllu Asutrlandi inn mjög fljótlega með dísilvélum á Neskaupstað og Seyðisfirði og virkjunum í Lagafossi, Grímsá og öðru tiltæku sem er á svæðinu, Seyðisfirði. Við vonumst til þess að hægt sé að byggja upp kerfi þar mjög fljótlega og komið er rafmagn að hluta.“ Tryggvi Þór segir Suðurfirðina komna með rafmagn frá Teigarhorni við Berufjörð úr kerfi Landsnets. Landsneti hafi ekki tekist að koma Hryggstekk inn. „Miðhlutinn, Héraðið og Norðurfirðirnir voru rafmagnslausir en það er verið að byggja þá upp. Vonum að það komi fljótlega.“ Aðspurður um stöðu mála á Norðurlandi segir Tryggvi það einfaldlega slæmt. „Það hefur verið meira og minna rafmagnslaust í Vestur-Húnavatnssýslu frá því um miðjan dag í gær. Við gátum í rauninni ekki komist neitt. Það var snjóbíll einhverja níu klukkustundir á leiðinni frá Hvammstanga inn í Hrútafjörð, og komst ekki. En menn eru komnir þangað núna og eru að hreinsa spennuvirkið í Hrútafirðinum. Við vonumst til þess að þegar það hreinsast náum við að koma rafmagni á á Hvammstanga og Vestur-Húnavatnssýslu.“Sveinbjörn Steinþórsson, liðsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, tók þetta myndband af björgunaraðgerðum á Skagaströnd í gær. Miklar truflanir hafi verið á Blönduós og Skagaströnd en þar sé rafmagn eins og er. „Við erum með bilanir í Langadal og Svínadal. Það er verið að leita núna. Hefur verið bilun síðan í gærkvöldi.“ Í Fjallabyggð hefur verið rafmagnslaust og íbúar kvarta undan kulda í húsum sínum. „Nú er Dalvíkurlína biluð. Í morgun fór Dalvík út. Ólafsfjörður og Siglufjörður fóru út fyrr í nótt. Það bilaði línan frá Dalvík áleiðis til Ólafsfjaðar og það er bara ein vél sem keyrir á Spekhólsvirkjun. Núna er rafmagnslaust alveg á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Árskógi, Grenivík og Hauganesi. Öllu því svæði,“ segir Tryggvi. Ekki sér fyrir endann á vandræðunum. „Nei. En við munum leggja mikla áherslu á þetta. Það eru slæm brot í Dalvíkurlínu sem verður mál að gera við. Annað sem við vitum um er brot inni í Svarvarðardal. Það ætti að ganga hraðar en það fæst ekki rafmagn fyrr en hitt er komið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá veðrinu á Blönduósi í gær sem Ingvar Þórðarson tók. Síðan hafi verið miklar truflanir við Húsavík og í Aðaldalnum en þar sé að mestu rafmagn núna. „Hins vegar er rafmagnslaust í Kelduhverfi og Öxarfirði. Það er verið að tengja dísilstöð við Lindabrekku. Við vonumst til þess að geta skammtað rafmagn á Kelduhverfi og Öxarfjörð.“ Línan frá Laxá til Kópaskers bilaði alvarlega í gær og liggur enn niðri. „Við erum að keyra dísilvélar á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Vandamálið núna er að koma dísilolíu á staðinn. Við erum með takmarkaða dísilolíu og erum að leggja áherslu á að reyna að koma á Þórshöfn til að reyna að halda uppi aðeins lengur en við höfum olíu til núna. Olíubíll lagði af stað frá Reyðarfirði í gær en varð að hverfa frá inn á Vopnafjörð.“ Rafmagnslínur síga vegna ísingar á Norðurlandi eystra í gærkvöldi.Lögreglan Tryggvi segir mikið mæða á starfsfólki RARIK og það geri sitt besta. „Því miður er veðrið ekki að batna þarna. Það er að batna á vesturhlutanum en heldur að versna að austanverðu.“ Tryggvi sat Neyðarstjórnunarfund hjá RARIK í morgun þar sem verið er að forgangsraða verkefnum. Stöðugt bætist ný verkefni á listann. „Við erum núna akkurat að kveikja á hitaveitudælum á Siglufirði. Það er smá framleiðslugeta í Skeiðfossvirkjun og við höfum aftengt alla almenna notkun á Siglufirði en komið rafmagni inn á hitaveitudælurnar. Erum að koma rafmagni þaðan yfir á fjarskiptasendana til að halda fjarskiptasambandi.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. Tryggi Þór fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Íbúar á þessum landsvæðum hafa verið án rafmagns að stórum hluta á meðan aðrir landshlutar hafa sloppið mun betur. „Það fór rafmagn af öllu Austurlandi og það gengur illa að koma því alveg á. Það er verið að vinna í því að byggja það upp með varaaflsvélum og vatnsaflsvirkjunum sem eru á svæðinu. Við teljum að það eigi að vera hægt að ná öllu Asutrlandi inn mjög fljótlega með dísilvélum á Neskaupstað og Seyðisfirði og virkjunum í Lagafossi, Grímsá og öðru tiltæku sem er á svæðinu, Seyðisfirði. Við vonumst til þess að hægt sé að byggja upp kerfi þar mjög fljótlega og komið er rafmagn að hluta.“ Tryggvi Þór segir Suðurfirðina komna með rafmagn frá Teigarhorni við Berufjörð úr kerfi Landsnets. Landsneti hafi ekki tekist að koma Hryggstekk inn. „Miðhlutinn, Héraðið og Norðurfirðirnir voru rafmagnslausir en það er verið að byggja þá upp. Vonum að það komi fljótlega.“ Aðspurður um stöðu mála á Norðurlandi segir Tryggvi það einfaldlega slæmt. „Það hefur verið meira og minna rafmagnslaust í Vestur-Húnavatnssýslu frá því um miðjan dag í gær. Við gátum í rauninni ekki komist neitt. Það var snjóbíll einhverja níu klukkustundir á leiðinni frá Hvammstanga inn í Hrútafjörð, og komst ekki. En menn eru komnir þangað núna og eru að hreinsa spennuvirkið í Hrútafirðinum. Við vonumst til þess að þegar það hreinsast náum við að koma rafmagni á á Hvammstanga og Vestur-Húnavatnssýslu.“Sveinbjörn Steinþórsson, liðsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, tók þetta myndband af björgunaraðgerðum á Skagaströnd í gær. Miklar truflanir hafi verið á Blönduós og Skagaströnd en þar sé rafmagn eins og er. „Við erum með bilanir í Langadal og Svínadal. Það er verið að leita núna. Hefur verið bilun síðan í gærkvöldi.“ Í Fjallabyggð hefur verið rafmagnslaust og íbúar kvarta undan kulda í húsum sínum. „Nú er Dalvíkurlína biluð. Í morgun fór Dalvík út. Ólafsfjörður og Siglufjörður fóru út fyrr í nótt. Það bilaði línan frá Dalvík áleiðis til Ólafsfjaðar og það er bara ein vél sem keyrir á Spekhólsvirkjun. Núna er rafmagnslaust alveg á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Árskógi, Grenivík og Hauganesi. Öllu því svæði,“ segir Tryggvi. Ekki sér fyrir endann á vandræðunum. „Nei. En við munum leggja mikla áherslu á þetta. Það eru slæm brot í Dalvíkurlínu sem verður mál að gera við. Annað sem við vitum um er brot inni í Svarvarðardal. Það ætti að ganga hraðar en það fæst ekki rafmagn fyrr en hitt er komið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá veðrinu á Blönduósi í gær sem Ingvar Þórðarson tók. Síðan hafi verið miklar truflanir við Húsavík og í Aðaldalnum en þar sé að mestu rafmagn núna. „Hins vegar er rafmagnslaust í Kelduhverfi og Öxarfirði. Það er verið að tengja dísilstöð við Lindabrekku. Við vonumst til þess að geta skammtað rafmagn á Kelduhverfi og Öxarfjörð.“ Línan frá Laxá til Kópaskers bilaði alvarlega í gær og liggur enn niðri. „Við erum að keyra dísilvélar á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Vandamálið núna er að koma dísilolíu á staðinn. Við erum með takmarkaða dísilolíu og erum að leggja áherslu á að reyna að koma á Þórshöfn til að reyna að halda uppi aðeins lengur en við höfum olíu til núna. Olíubíll lagði af stað frá Reyðarfirði í gær en varð að hverfa frá inn á Vopnafjörð.“ Rafmagnslínur síga vegna ísingar á Norðurlandi eystra í gærkvöldi.Lögreglan Tryggvi segir mikið mæða á starfsfólki RARIK og það geri sitt besta. „Því miður er veðrið ekki að batna þarna. Það er að batna á vesturhlutanum en heldur að versna að austanverðu.“ Tryggvi sat Neyðarstjórnunarfund hjá RARIK í morgun þar sem verið er að forgangsraða verkefnum. Stöðugt bætist ný verkefni á listann. „Við erum núna akkurat að kveikja á hitaveitudælum á Siglufirði. Það er smá framleiðslugeta í Skeiðfossvirkjun og við höfum aftengt alla almenna notkun á Siglufirði en komið rafmagni inn á hitaveitudælurnar. Erum að koma rafmagni þaðan yfir á fjarskiptasendana til að halda fjarskiptasambandi.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15