Innlent

Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Þegar þau fóru út í morgun sáu þau að þakið á tvöföldum bílskúr við hús þeirra hafði fokið af í heilu lagi.
Þegar þau fóru út í morgun sáu þau að þakið á tvöföldum bílskúr við hús þeirra hafði fokið af í heilu lagi. Hlíf Helga Káradóttir

Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt.

Meðal vindhraði í Vestmannaeyjum náði 40 metrum á sekúndu í gærkvöldi og hviður yfir fimmtíu metra á sekúndu. Var það mun meira en veðurfræðingar höfðu spáð fyrir um að sögn lögreglu.

Hjónin Hlíf Helga Káradóttir og Kjartan Sigurðsson fóru ekki varhluta af því. Þau búa á Hásteinsveigi í Vestmannaeyjum. Þegar þau fóru út í morgun sáu þau að þakið á tvöföldum bílskúr við hús þeirra hafði fokið af í heilu lagi.

„Þetta hefur gerst einhvern tímann í nótt. Það voru svo mikil læti í veðrinu að við urðum ekki vör við þetta,“ segir Hlíf í samtali við Vísi en þakið fór ekki langt, það liggur nú á bak við skúrinn.

Ljóst er að um mikið eignatjón er að ræða en Hlíf býst við því að bílskúrinn verði jafnaður við jörðu.


Tengdar fréttir

Eitt versta veður sem Eyjamenn muna eftir

Björgunarfélag Vestmannaeyja og lögregla sinntu á annað hundrað útköllum vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og klukkan 19 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×