Auglýsing Trump vekur lukku, reiði og háð Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 15:31 Donald Trump í sporum Thanos. Starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, birtu í gær nýja auglýsingu sem hefur vakið mikla athygli. Hún vakti fljótt mikla lukku meðal stuðningsmanna Trump en reiði og háð meðal andstæðinga hans. Í auglýsingunni hefur andlit Trump verið sett á Thanos í atriði úr kvikmyndinni Avengers: Endgame. Myndbandið sýnir Thanos þar sem hann segist „óumflýjanlegur“ og virðist við það að ná markmiði sínu að þurrka út helming lífs í alheiminum. Því hefur þó verið breytt. Andliti Trump hefur verið komið fyrir á búk Thanos og svo eftir að hann smellir fingrunum er sýnt hvernig leiðtogar Demókrataflokksins verða að ryki. Myndbandinu fylgja þau skilaboð að endurkjör forsetans sé „óumflýjanlegt“ og ákærur þingsins gagnvart Trump fyrir embættisbrot séu svik. House Democrats can push their sham impeachment all they want. President Trump's re-election is. pic.twitter.com/O7o02S26nS— Trump War Room (Text TRUMP to 88022) (@TrumpWarRoom) December 10, 2019 Margir netverjar hafa gert grín að auglýsingunni og þá sérstaklega með tilliti til þess að þetta tiltekna atriði í kvikmyndinni endar ekki vel fyrir Thanos sjálfan. Hann hefur verið plataður af meðlimum Avengers og nokkrar sekúndur frá því að deyja sjálfur. Öðrum þykir einkennilegt að bera Trump saman við morðóðan stríðsherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna er Jim Starlin, sem bjó persónuna Thanos til við hlið Stan Lee. Hann skrifaði á Instagram að í fyrstu hefði hann verið miður sín yfir því að „þetta oflátungslega flón“ hafi notað eitthvað sem hann skapaði í þessum tilgangi. Að endingu hafi hann þó séð að leiðtogi Bandaríkjanna njóti þess í rauninni að líkja sér við fjöldamorðingja. „Þetta eru sorglegir og undarlegir tímar sem við göngum í gegnum. Sem betur fer enda allir hlutir, jafnvel þjóðarmartraðir,“ skrifaði Starlin. View this post on Instagram After my initial feeling of being violated, seeing that pompous dang fool using my creation to stroke his infantile ego, it finally struck me that the leader of my country and the free world actually enjoys comparing himself to a mass murderer. How sick is that? These are sad and strange times we are going through. Fortunately all things, even national nightmares, eventually come to an end. A post shared by Jim Starlin (@jimstarlin) on Dec 10, 2019 at 4:10pm PST Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, birtu í gær nýja auglýsingu sem hefur vakið mikla athygli. Hún vakti fljótt mikla lukku meðal stuðningsmanna Trump en reiði og háð meðal andstæðinga hans. Í auglýsingunni hefur andlit Trump verið sett á Thanos í atriði úr kvikmyndinni Avengers: Endgame. Myndbandið sýnir Thanos þar sem hann segist „óumflýjanlegur“ og virðist við það að ná markmiði sínu að þurrka út helming lífs í alheiminum. Því hefur þó verið breytt. Andliti Trump hefur verið komið fyrir á búk Thanos og svo eftir að hann smellir fingrunum er sýnt hvernig leiðtogar Demókrataflokksins verða að ryki. Myndbandinu fylgja þau skilaboð að endurkjör forsetans sé „óumflýjanlegt“ og ákærur þingsins gagnvart Trump fyrir embættisbrot séu svik. House Democrats can push their sham impeachment all they want. President Trump's re-election is. pic.twitter.com/O7o02S26nS— Trump War Room (Text TRUMP to 88022) (@TrumpWarRoom) December 10, 2019 Margir netverjar hafa gert grín að auglýsingunni og þá sérstaklega með tilliti til þess að þetta tiltekna atriði í kvikmyndinni endar ekki vel fyrir Thanos sjálfan. Hann hefur verið plataður af meðlimum Avengers og nokkrar sekúndur frá því að deyja sjálfur. Öðrum þykir einkennilegt að bera Trump saman við morðóðan stríðsherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna er Jim Starlin, sem bjó persónuna Thanos til við hlið Stan Lee. Hann skrifaði á Instagram að í fyrstu hefði hann verið miður sín yfir því að „þetta oflátungslega flón“ hafi notað eitthvað sem hann skapaði í þessum tilgangi. Að endingu hafi hann þó séð að leiðtogi Bandaríkjanna njóti þess í rauninni að líkja sér við fjöldamorðingja. „Þetta eru sorglegir og undarlegir tímar sem við göngum í gegnum. Sem betur fer enda allir hlutir, jafnvel þjóðarmartraðir,“ skrifaði Starlin. View this post on Instagram After my initial feeling of being violated, seeing that pompous dang fool using my creation to stroke his infantile ego, it finally struck me that the leader of my country and the free world actually enjoys comparing himself to a mass murderer. How sick is that? These are sad and strange times we are going through. Fortunately all things, even national nightmares, eventually come to an end. A post shared by Jim Starlin (@jimstarlin) on Dec 10, 2019 at 4:10pm PST
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira