Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 22:31 Mynd af Dalvíkurlínu frá því í dag sem er illa farin. landsnet Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira