Varðskip veitir Dalvíkingum rafmagn Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2019 10:32 Varðskipið Þór við landfestar í Reykjavíkurhöfn. Vísir/vilhelm Varðskipið Þór er nú á leið frá Siglufirði til Dalvíkur þar sem til stendur að nýta skipið sem rafstöð fyrir bæinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem varðskipið Þór er nýtt sem hreyfanleg aflstöð, að því er fram kemur í yfirlýsingu landhelgisgæslunnar. Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land en það er sagt nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum. „Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis. Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú. Sérfræðingur skipatæknisviðs Landhelgisgæslunnar er á leið til Dalvíkur þar sem hann aðstoðar við tenginguna,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu.Sjá einnig: Enn rafmagnstruflanir á NorðurlandiTilkynnt var um rafmagnleysið í Dalvíkurbyggð í gærmorgun, eftir að Dalvíkurlína brotnaði. Ljóst var frá upphafi að bilunin væri alvarleg og að gera mætti ráð fyrir langvarandi rafmagnsleysi. Þá er einnig rafmagnslaust í Svarfaðardal auk þess sem rafmagnsbilun hefur leikið íbúa Fjallabyggðar grátt. Áhöfnin á Þór hafði einmitt verið að bregðast við útkalli þar, áður en varðskipið var sent til Dalvíkur í morgun. Færanleg aflstöð var flutt frá Ísafirði til Siglufjarðar í nótt og verður einn varðskipsmanna eftir á Siglufirði til að aðstoða við löggæslu. Áætlað er að varðskipið verði komið til rafmagnsveitu á Dalvík upp úr hádegi. Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. 12. desember 2019 07:10 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Varðskipið Þór er nú á leið frá Siglufirði til Dalvíkur þar sem til stendur að nýta skipið sem rafstöð fyrir bæinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem varðskipið Þór er nýtt sem hreyfanleg aflstöð, að því er fram kemur í yfirlýsingu landhelgisgæslunnar. Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land en það er sagt nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum. „Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis. Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú. Sérfræðingur skipatæknisviðs Landhelgisgæslunnar er á leið til Dalvíkur þar sem hann aðstoðar við tenginguna,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu.Sjá einnig: Enn rafmagnstruflanir á NorðurlandiTilkynnt var um rafmagnleysið í Dalvíkurbyggð í gærmorgun, eftir að Dalvíkurlína brotnaði. Ljóst var frá upphafi að bilunin væri alvarleg og að gera mætti ráð fyrir langvarandi rafmagnsleysi. Þá er einnig rafmagnslaust í Svarfaðardal auk þess sem rafmagnsbilun hefur leikið íbúa Fjallabyggðar grátt. Áhöfnin á Þór hafði einmitt verið að bregðast við útkalli þar, áður en varðskipið var sent til Dalvíkur í morgun. Færanleg aflstöð var flutt frá Ísafirði til Siglufjarðar í nótt og verður einn varðskipsmanna eftir á Siglufirði til að aðstoða við löggæslu. Áætlað er að varðskipið verði komið til rafmagnsveitu á Dalvík upp úr hádegi.
Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. 12. desember 2019 07:10 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. 12. desember 2019 07:10