Annar árásarmannanna í Jersey hafði skrifað illa um gyðinga Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 15:20 Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. AP/Seth Wenig Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent