Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2019 13:46 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent