Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 18:30 Landvernd segir yfirvöld og orkufyrirtækin hafa brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skella sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. Þjóðaröryggi var ógnað þegar fjarskipti rofnuðu og rafkynding ekki til staðar vegna rafmagnsleysis. Byggðalínan varð fyrir miklu tjóni. Hún er komin til ára sinna og kallað eftir úrbætum á henni. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sögðu það ferli tímafrekt og landeigendur, sem ekki eiga fasta búsetu þar, marga hverja trega til að hleypa innviðum í gegnum sína jörð. Samgönguráðherra sagði í fréttum í gær að þjóðaröryggi ætti að vega þyngra en réttur landeigenda. Þannig væri það á Norðurlöndunum. Á flótta undan eigin ábyrgð Framkvæmdastjóri Landverndar segir forsvarsmenn orkufyrirtækjanna hengja bakara fyrir smið. „Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það sem okkur sýnist hafa gerst er ekkert af þeim línum sem hafa í raun og veru verið umdeildar, heldur eru þetta staðir sem fyrirtæki hafa ekki staðið sig í þjónustu við.“ Vilja raflínur í jörð Hún segir Landvernd hafa bent á kosti þess að leggja raflínur í jörð. „Við höfum bent á það árum saman. Landsnet hefur bara núna á allra síðustu árum tekið það til greina. Við höfum farið í mjög mikla vinnu til að fá Landsnet og önnur raforkufyrirtæki til að skoða það yfir höfuð. Þau segja að jarðstrengir séu svo dýrir og komi ekki til greina. Við ætlum að þakka okkur pínulítið fyrir það að Landsnet er farið að skoða jarðstrengi fyrir alvöru.“ Landvernd hafi einungis farið í málaferli vegna raflína sem eiga að þjónusta stóriðju, þar á meðal vegna Bakkalínu og á Suðurnesjum. Umhverfismál þjóðaröryggismál Samtökin myndu mótmæla því harðlega ef gengið yrði kærurétt varðandi lagningu raflína, rétturinn standi ekki í vegi fyrir innviðauppbyggingu. Landvernd setji raunverulegt þjóðaröryggi ofar umhverfismálum. „Ef um raunverulegt þjóðaröryggi er að ræða er það eitthvað sem þarf að skoða heildstætt. Landsnet fór út í kringum ársfund sinn á þessu ári að rafmagnsskortur væri yfirvofandi í landinu og þetta væri þjóðaröryggismál. Þegar við erum að horfa á að 80 prósent af því rafmagni sem við erum að framleiða á Íslandi fer til stóriðju þá er þetta algjörlega út í hött að vera tala um þjóðaröryggismál út af rafmagnsskorti þegar við erum að selja alla raforkuna okkar til erlendra stórfyrirtækja. Eins og ástandið er í heiminum í dag, þá eru umhverfismál þjóðaröryggismál.“ Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Tengdar fréttir Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Landvernd segir yfirvöld og orkufyrirtækin hafa brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skella sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. Þjóðaröryggi var ógnað þegar fjarskipti rofnuðu og rafkynding ekki til staðar vegna rafmagnsleysis. Byggðalínan varð fyrir miklu tjóni. Hún er komin til ára sinna og kallað eftir úrbætum á henni. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sögðu það ferli tímafrekt og landeigendur, sem ekki eiga fasta búsetu þar, marga hverja trega til að hleypa innviðum í gegnum sína jörð. Samgönguráðherra sagði í fréttum í gær að þjóðaröryggi ætti að vega þyngra en réttur landeigenda. Þannig væri það á Norðurlöndunum. Á flótta undan eigin ábyrgð Framkvæmdastjóri Landverndar segir forsvarsmenn orkufyrirtækjanna hengja bakara fyrir smið. „Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það sem okkur sýnist hafa gerst er ekkert af þeim línum sem hafa í raun og veru verið umdeildar, heldur eru þetta staðir sem fyrirtæki hafa ekki staðið sig í þjónustu við.“ Vilja raflínur í jörð Hún segir Landvernd hafa bent á kosti þess að leggja raflínur í jörð. „Við höfum bent á það árum saman. Landsnet hefur bara núna á allra síðustu árum tekið það til greina. Við höfum farið í mjög mikla vinnu til að fá Landsnet og önnur raforkufyrirtæki til að skoða það yfir höfuð. Þau segja að jarðstrengir séu svo dýrir og komi ekki til greina. Við ætlum að þakka okkur pínulítið fyrir það að Landsnet er farið að skoða jarðstrengi fyrir alvöru.“ Landvernd hafi einungis farið í málaferli vegna raflína sem eiga að þjónusta stóriðju, þar á meðal vegna Bakkalínu og á Suðurnesjum. Umhverfismál þjóðaröryggismál Samtökin myndu mótmæla því harðlega ef gengið yrði kærurétt varðandi lagningu raflína, rétturinn standi ekki í vegi fyrir innviðauppbyggingu. Landvernd setji raunverulegt þjóðaröryggi ofar umhverfismálum. „Ef um raunverulegt þjóðaröryggi er að ræða er það eitthvað sem þarf að skoða heildstætt. Landsnet fór út í kringum ársfund sinn á þessu ári að rafmagnsskortur væri yfirvofandi í landinu og þetta væri þjóðaröryggismál. Þegar við erum að horfa á að 80 prósent af því rafmagni sem við erum að framleiða á Íslandi fer til stóriðju þá er þetta algjörlega út í hött að vera tala um þjóðaröryggismál út af rafmagnsskorti þegar við erum að selja alla raforkuna okkar til erlendra stórfyrirtækja. Eins og ástandið er í heiminum í dag, þá eru umhverfismál þjóðaröryggismál.“
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Tengdar fréttir Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43