Ætlar að skipta um lið og ganga í Repúblikanaflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2019 22:26 Þingmaðurinn Jef Van Drew. AP/Mel Evans Jeff Van Drew, þingmaður Demókrataflokksins í New Jersey, ætlar að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Van Drew þykir íhaldssamur en hann náði í fyrra kjöri í kjördæmi sem þykir hliðholt Repúblikanaflokknum. Þá hefur hann verið mjög andvígur ákæruferlinu gagnvart Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og fór á fund forsetans í dag.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra lagði þingmaðurinn til á fundi hans og Trump að hann myndi tilkynna ákvörðun sína skömmu fyrir eða eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkir tvær ákærur gegn forsetanum, eins og fastlega er búist við.Van Drew hefur mótmælt ákæruferli fulltrúadeildarinnar og segir ferlið reka fleig á milli Bandaríkjamanna. Þar að auki sé of stutt í næstu forsetakosningar, sem fara fram á næsta ári. Hann var einn tveggja þingmanna Demókrataflokksins sem greiddu atkvæði gegn ákærunum. Breytingin virðist þó ekki eingöngu vera til komin vegna hugmyndafræði þingmannsins. Andstaða Van Drew við ákæruferlið gegn Trump hafði gert hann verulega óvinsælan meðal kjósenda Demókrataflokksins í kjördæmi hans. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir minnisblað úr búðum hans sem fjallaði um könnun sem gerð var fyrr í mánuðinum. Niðurstöður hennar sýndu að einungis 24 prósent kjósenda töldu að Van Drew ætti að ná endurkjöri á næsta ári og að 58 prósent vildu að annar færi í framboð fyrir flokkinn í kjördæminu.Væntanleg flokkaskipti Van Drew hafa verið til umræðu í Washington síðustu daga og á þriðjudaginn þvertók hann fyrir að hann ætlaði sér að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sjá meira
Jeff Van Drew, þingmaður Demókrataflokksins í New Jersey, ætlar að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Van Drew þykir íhaldssamur en hann náði í fyrra kjöri í kjördæmi sem þykir hliðholt Repúblikanaflokknum. Þá hefur hann verið mjög andvígur ákæruferlinu gagnvart Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og fór á fund forsetans í dag.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra lagði þingmaðurinn til á fundi hans og Trump að hann myndi tilkynna ákvörðun sína skömmu fyrir eða eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkir tvær ákærur gegn forsetanum, eins og fastlega er búist við.Van Drew hefur mótmælt ákæruferli fulltrúadeildarinnar og segir ferlið reka fleig á milli Bandaríkjamanna. Þar að auki sé of stutt í næstu forsetakosningar, sem fara fram á næsta ári. Hann var einn tveggja þingmanna Demókrataflokksins sem greiddu atkvæði gegn ákærunum. Breytingin virðist þó ekki eingöngu vera til komin vegna hugmyndafræði þingmannsins. Andstaða Van Drew við ákæruferlið gegn Trump hafði gert hann verulega óvinsælan meðal kjósenda Demókrataflokksins í kjördæmi hans. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir minnisblað úr búðum hans sem fjallaði um könnun sem gerð var fyrr í mánuðinum. Niðurstöður hennar sýndu að einungis 24 prósent kjósenda töldu að Van Drew ætti að ná endurkjöri á næsta ári og að 58 prósent vildu að annar færi í framboð fyrir flokkinn í kjördæminu.Væntanleg flokkaskipti Van Drew hafa verið til umræðu í Washington síðustu daga og á þriðjudaginn þvertók hann fyrir að hann ætlaði sér að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Sjá meira