Mikil átök milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2019 23:07 Frá átökunum í Beirút í kvöld. AP/Hussein Malla Til átaka kom á milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút í Líbanon í kvöld og stóðu þau yfir í nokkrar klukkustundir. Öryggissveitir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum og þurfti að flytja einhverja á sjúkrahús. Hundruð mótmælenda höfðu komið saman i borginni en umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Líbanon á undanförnum vikum. Mótmælendur hafa mótmælt spillingu og slæmu ástandi efnahags landsins svo eitthvað sé nefnt. Að mestu má þó rekja upphaf mótmælanna til ætlana ríkisstjórnarinnar fyrrverandi að skattleggja netsímtöl og hækka virðisaukaskatt. Í harðbakkann sló í kvöld þegar meðlimir öryggissveita Líbanon fjölmenntu í Beirút og brutu mótmælin á bak aftur. Það var gert eftir einhverjir mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á öryggissvæði þar sem finna má þinghús Líbanon og skrifstofur ríkisstjórnar landsins, samkvæmt ríkismiðli Líbanon sem Reuters vitnar í. Vitni segja mótmælendur hafa verið elta um götur borgarinnar og barða af öryggissveitum.Al Jazeera segir þó að átökin hafi byrjað á því að hópur ungra manna, sem séu hliðhollir ráðandi fylkingum landsins, hafi ráðist á búðir mótmælenda í borginni. Öryggissveitir hafi komið mótmælendunum til varnar.Frá því að Saad al-Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í október hefur ekkert gengið í viðræðum á milli ráðandi fylkinga um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Ástandið í Líbanon þykir slæmt og hafa erlendir fjárfestar fryst flestar fjárfestingar þar til mynduð verður ný ríkisstjórn sem geti gripið til umbóta, samkvæmt Reuters. Mótmælendur krefjast þess einnig að ný ríkisstjórn verði skipuð aðilum sem tengjast ekki ráðandi stjórnmálaflokkum í Líbanon. Riot police use tear gas to prevent anti political establishment protesters from approaching parliament square in downtown Beirut - they also beat up protesters... #LebanonProtests pic.twitter.com/AXFcvsAhAb— Zeina Khodr (@ZeinakhodrAljaz) December 14, 2019 Líbanon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Til átaka kom á milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút í Líbanon í kvöld og stóðu þau yfir í nokkrar klukkustundir. Öryggissveitir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum og þurfti að flytja einhverja á sjúkrahús. Hundruð mótmælenda höfðu komið saman i borginni en umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Líbanon á undanförnum vikum. Mótmælendur hafa mótmælt spillingu og slæmu ástandi efnahags landsins svo eitthvað sé nefnt. Að mestu má þó rekja upphaf mótmælanna til ætlana ríkisstjórnarinnar fyrrverandi að skattleggja netsímtöl og hækka virðisaukaskatt. Í harðbakkann sló í kvöld þegar meðlimir öryggissveita Líbanon fjölmenntu í Beirút og brutu mótmælin á bak aftur. Það var gert eftir einhverjir mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á öryggissvæði þar sem finna má þinghús Líbanon og skrifstofur ríkisstjórnar landsins, samkvæmt ríkismiðli Líbanon sem Reuters vitnar í. Vitni segja mótmælendur hafa verið elta um götur borgarinnar og barða af öryggissveitum.Al Jazeera segir þó að átökin hafi byrjað á því að hópur ungra manna, sem séu hliðhollir ráðandi fylkingum landsins, hafi ráðist á búðir mótmælenda í borginni. Öryggissveitir hafi komið mótmælendunum til varnar.Frá því að Saad al-Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í október hefur ekkert gengið í viðræðum á milli ráðandi fylkinga um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Ástandið í Líbanon þykir slæmt og hafa erlendir fjárfestar fryst flestar fjárfestingar þar til mynduð verður ný ríkisstjórn sem geti gripið til umbóta, samkvæmt Reuters. Mótmælendur krefjast þess einnig að ný ríkisstjórn verði skipuð aðilum sem tengjast ekki ráðandi stjórnmálaflokkum í Líbanon. Riot police use tear gas to prevent anti political establishment protesters from approaching parliament square in downtown Beirut - they also beat up protesters... #LebanonProtests pic.twitter.com/AXFcvsAhAb— Zeina Khodr (@ZeinakhodrAljaz) December 14, 2019
Líbanon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira