Spillingarlögreglan í sambandi við aðila á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 19:55 Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir að heilt yfir gangi rannsóknin vel. Skjáskot/One Africa TV Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir í samtali við RÚV að embætti hans hafi verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi, aðspurður um það hvort embættið hafi átt í samskiptum við yfirvöld hér á landi. Hann segir jafnframt að rannsókn þar í landi á Fishrot málinu svonefnda gangi almennt vel og vonast hann til þess að fjölmiðlamenn sem hafi verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum. Hann vildi ekki ekki svara því í samtali við RÚV hvort einhverjir Íslendingar séu grunaðir í málinu. Lögreglan í Windhoek, höfuðborg Namibíu, handtók í gær tvo einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar á hinu meinta Fishrot spillingarmáli þar í landi. Kauna Shikwambi, talsmaður lögreglu, staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn The Namibian en RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla. Shikwambi segir við The Namibian að aðilarnir verði ákærðir fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Samkvæmt heimildum namibíska miðilsins voru hinir grunuðu gripnir við það að reyna að taka gögn, harða diska og skotfæri ófrjálsri hendi inn á heimili þar í borg. Umrædd gögn eru sögð tengjast yfirstandandi rannsókn sem beinist meðal annars að meintri mútuþægni namibískra embættismanna í tengslum við úthlutun fiskveiðiheimilda. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir í samtali við RÚV að embætti hans hafi verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi, aðspurður um það hvort embættið hafi átt í samskiptum við yfirvöld hér á landi. Hann segir jafnframt að rannsókn þar í landi á Fishrot málinu svonefnda gangi almennt vel og vonast hann til þess að fjölmiðlamenn sem hafi verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum. Hann vildi ekki ekki svara því í samtali við RÚV hvort einhverjir Íslendingar séu grunaðir í málinu. Lögreglan í Windhoek, höfuðborg Namibíu, handtók í gær tvo einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar á hinu meinta Fishrot spillingarmáli þar í landi. Kauna Shikwambi, talsmaður lögreglu, staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn The Namibian en RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla. Shikwambi segir við The Namibian að aðilarnir verði ákærðir fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Samkvæmt heimildum namibíska miðilsins voru hinir grunuðu gripnir við það að reyna að taka gögn, harða diska og skotfæri ófrjálsri hendi inn á heimili þar í borg. Umrædd gögn eru sögð tengjast yfirstandandi rannsókn sem beinist meðal annars að meintri mútuþægni namibískra embættismanna í tengslum við úthlutun fiskveiðiheimilda.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52
Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01
Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26