Erlent

Fyrrverandi forseti Pakistans dæmdur til dauða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Pervez Musharraf.
Pervez Musharraf. vísir/getty

Fyrrverandi leiðtogi Pakistans, hershöfðinginn Pervez Musharraf, var í morgun dæmdur til dauða í höfuðborginni Islamabad.

Musharraf var sakfelldur fyrir landráð en ásakanirnar á hendur honum voru fyrst settar fram árið 2013.

Musharraf komst til valda í landinu árið 1999 með aðstoð hersins og hann var forseti Pakistans á árunum 2001 til 2008.

Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna þar sem hann dvelur nú í Dúbaí en þangað fékk hann að fara til að sækja sér læknisaðstoð árið 2016.

Landráð á hann að hafa framið árið 2007 þegar hann afnam stjórnarskrá Pakistans og setti neyðarlög sem áttu að gera það að verkum að hann gæti setið lengur á forsetastóli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×