Drew Brees vann kapphlaupið við Brady og bætti eftirsótt met Manning í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 16:30 Þetta var einstaklega gott kvöld fyrir Drew Brees Getty/Jonathan Bachman Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill. NFL Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Sjá meira
Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill.
NFL Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Sjá meira