Fótbolti

Íslendingar fá tækifæri til að vinna Pólverja í fyrsta sinn næsta sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik Íslands og Póllands fyrir fjórum árum.
Úr leik Íslands og Póllands fyrir fjórum árum. vísir/getty

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því pólska í vináttulandsleik í 9. júní 2020. Leikurinn fer fram í Poznan í Póllandi og hefst klukkan 18:00.

Ef Ísland kemst á EM 2020 verður þetta væntanlega síðasti leikur liðsins fyrir mótið.

Ísland og Pólland hafa mæst sex sinnum í A-landsliðum karla. Pólverjar hafa unnið fimm leiki og einu sinni hefur orðið jafntefli.

Ísland og Pólland mættust síðast í vináttulandsleik á Stadion Narodowy, þjóðarleikvangi Pólverja, 13. nóvember 2015. Pólland vann 4-2 sigur.

Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslendinga. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Pólverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×