Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira