Fótbolti

Vidal vandræði í herbúðum Barca fyrir El Clasico í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arturo Vidal.
Arturo Vidal. Getty/Danilo Di Giovanni

Barcelona tekur á móti Real Madrid í El Clasico í kvöld en liðin eru jöfn að stigum á toppnum og leikurinn því gríðarlega mikilvægur.

Það eru margir góðir leikmenn í báðum liðum og því þurfa sumir að sætta sig við það að komast ekki í liðið í kvöld.

Einn leikmaður Barcelona var hins vegar ekki tilbúinn að sætta sig við það hlutskipti ef marka má fréttir úr herbúðum Börsunga.



Sílemaðurinn Arturo Vidal strunsaði víst út af æfingu Barcelona þegar hann fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliðinu en ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í Barcelona.

Nokkrir leikmenn Barcelona reyndu að róa Arturo Vidal og tala hann til en án árangurs.

Arturo Vidal hefur skorað 4 mörk í 12 deildarleikjum á þessu tímabili en hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í þremur leikjum.

Það þarf reyndar ekki að koma Arturo Vidal að hann byrji á bekknum því hann hefur ekki verið í byrjunarliðinu í síðustu fimm deildarleikjum eða síðan að hann byrjaði í 3-1 tapleik á móti Levante 2. nóvember síðastliðinn.

Arturo Vidal var aftur á móti í byrjunarliðinu í 2-1 sigri á Internazionale í Meistaradeildinni á dögunum og spilaði þá allan leikinn.

Leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×