Munar hátt í tvö þúsund krónum á Quality Street dósunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 11:09 Quality Street er líklega helsti samkeppnisaðili Nóa konfekts hér á landi þegar kemur að sætindum um jólin. Nestle Mikill verðmunur var á jólamat í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 17. desember. Oft var um 1500-2000 króna verðmunur á kílóverði af kjöti og getur því munað háum upphæðum þegar kaupa þarf mikið magn af kjöti og mögulega fleiri en eina tegund. Sem dæmi má nefna að 2.006 krónu eða 67% munur var á kílóverði af Kea hangilæri sem jafngildir 4.012 kr. verðmun ef keypt er tveggja kílóa læri. Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna að 1.730 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á 2kg Quality Street konfekt dós. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 75 tilvikum af 122 en Iceland oftast með hæsta verðið í 57 tilvikum. Þess ber þó að geta að lægsta verðið á kjöti dreifðist á margar verslanir. Mikill verðmunur á hangilærum og kalkúnabringum milli verslana Eins og fyrr segir var 2.006 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á úrbeinuðu hangilæri frá Kea. Lægst verðið var í Kjörbúðinni, 2.993 kr. en það hæsta hjá Iceland, 4.999 krónur og er það 67% verðmunur. Þá var allt að 130% munur á kílóverði af frosnum kalkúnabringum. Lægst var kílóverðið á kalkúnabringum í Nettó, 1.990 kr. en hæst hjá Heimkaupum 4.578 kr. sem gerir 2.588 kr. verðmun. Mjög mikill munur var á verði á konfekti eftir verslunum eða allt að 82% verðmunur í tilfelli 679 gramma pakka af Quality street konfekti. Lægsta verðið var hjá Bónus 1.098 kr. en það hæsta í Iceland 1.999 kr. en það gerir 901 kr. verðmun. Verðmunurinn á algengum jólavörum er töluverður á milli verslana.ASÍ Í krónum talið var mesti verðmunurinn á 2 kg Quality street dós, 1.730 kr. sem jafngildir 76% verðmun. Lægsta verðið á henni var einnig í Bónus, 2.269 kr. en það hæsta í Iceland 3.999 krónur. Dósin var einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus og kostaði þar 2.270 kr. Sem dæmi um þann mikla verðmun sem getur verið á ávöxtum má nefna 147% mun á kílóverði af bláberjum. Lægsta verðið var í Fjarðarkaupum, 1.716 kr. en það hæsta hjá Heimkaupum 4.232 kr. Allt að 5.860 kr. verðmunur á vörukörfu með fjórum vörum Í mörgum tilfellum er verðmunur á vörum milli verslana það mikill að hann er fljótur að hlaupa á þúsundum króna ef nokkrar vörur er keyptar. Það getur því verið auðvelt að spara háar fjárhæðir, jafnvel þegar keyptar eru fáar vörur. Ef keyptar eru fjórar algengar jólavörur, þ.e. 2,5 kg hamborgarahryggur frá Kjarnafæði, fimmtán Kristjáns laufabrauðskökur, hátíðarsíld frá Ora og 2kg Quality Street konfekt dós er verðmunurinn 5.860 á milli Bónus þar sem verðið er lægst og Iceland þar sem verðið er hæst. Jólamatur Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Mikill verðmunur var á jólamat í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 17. desember. Oft var um 1500-2000 króna verðmunur á kílóverði af kjöti og getur því munað háum upphæðum þegar kaupa þarf mikið magn af kjöti og mögulega fleiri en eina tegund. Sem dæmi má nefna að 2.006 krónu eða 67% munur var á kílóverði af Kea hangilæri sem jafngildir 4.012 kr. verðmun ef keypt er tveggja kílóa læri. Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna að 1.730 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á 2kg Quality Street konfekt dós. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 75 tilvikum af 122 en Iceland oftast með hæsta verðið í 57 tilvikum. Þess ber þó að geta að lægsta verðið á kjöti dreifðist á margar verslanir. Mikill verðmunur á hangilærum og kalkúnabringum milli verslana Eins og fyrr segir var 2.006 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á úrbeinuðu hangilæri frá Kea. Lægst verðið var í Kjörbúðinni, 2.993 kr. en það hæsta hjá Iceland, 4.999 krónur og er það 67% verðmunur. Þá var allt að 130% munur á kílóverði af frosnum kalkúnabringum. Lægst var kílóverðið á kalkúnabringum í Nettó, 1.990 kr. en hæst hjá Heimkaupum 4.578 kr. sem gerir 2.588 kr. verðmun. Mjög mikill munur var á verði á konfekti eftir verslunum eða allt að 82% verðmunur í tilfelli 679 gramma pakka af Quality street konfekti. Lægsta verðið var hjá Bónus 1.098 kr. en það hæsta í Iceland 1.999 kr. en það gerir 901 kr. verðmun. Verðmunurinn á algengum jólavörum er töluverður á milli verslana.ASÍ Í krónum talið var mesti verðmunurinn á 2 kg Quality street dós, 1.730 kr. sem jafngildir 76% verðmun. Lægsta verðið á henni var einnig í Bónus, 2.269 kr. en það hæsta í Iceland 3.999 krónur. Dósin var einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus og kostaði þar 2.270 kr. Sem dæmi um þann mikla verðmun sem getur verið á ávöxtum má nefna 147% mun á kílóverði af bláberjum. Lægsta verðið var í Fjarðarkaupum, 1.716 kr. en það hæsta hjá Heimkaupum 4.232 kr. Allt að 5.860 kr. verðmunur á vörukörfu með fjórum vörum Í mörgum tilfellum er verðmunur á vörum milli verslana það mikill að hann er fljótur að hlaupa á þúsundum króna ef nokkrar vörur er keyptar. Það getur því verið auðvelt að spara háar fjárhæðir, jafnvel þegar keyptar eru fáar vörur. Ef keyptar eru fjórar algengar jólavörur, þ.e. 2,5 kg hamborgarahryggur frá Kjarnafæði, fimmtán Kristjáns laufabrauðskökur, hátíðarsíld frá Ora og 2kg Quality Street konfekt dós er verðmunurinn 5.860 á milli Bónus þar sem verðið er lægst og Iceland þar sem verðið er hæst.
Jólamatur Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira