Fótbolti

Klopp hermdi eftir stjóra Monterrey

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp fékk nóg af mótmælum knattspyrnustjóra Monterrey.
Klopp fékk nóg af mótmælum knattspyrnustjóra Monterrey. vísir/getty

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn nokkuð pirraður á Antonio Mohamed, stjóra Monterrey, í leik liðanna í undanúrslitum HM félagsliða í Katar í gær. Liverpool vann leikinn, 1-2, og mætir Flemengo í úrslitaleiknum.

Mohamed vildi að Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, fengi annað gult spjald og þar með rautt fyrir brot í seinni hálfleik.

Mohamed gaf bendingu um að hann vildi að gula spjaldið færi á loft.

Klopp var ekki sáttur við mótmæli Mohameds og hermdi eftir honum eins og sjá má hér fyrir neðan.



Gomez slapp við gula spjaldið og kláraði leikinn. Klopp og Mohamed fengu hins vegar báðir gula spjaldið.

Úrslitaleikur Liverpool og Flamengo fer fram á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Minamino staðfestur sem nýr leikmaður Liverpool

Japaninn Takumi Minamino verður leikmaður Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar á Nýársdag en þetta var endanlega gulltryggt eftir að leikmaðurinn stóðst læknisskoðun. Félagið staðfesti komu hans í morgun.

„Eina sem þú þarft er Alisson“

Jurgen Klopp hrósaði markverði sínum, Alisson Becker, eftir leik Liverpool og Monterrey í undanúrslitum HM félagsliða í Katar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×